Allar fréttir

Austfirðingum býðst að hitta matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur að undanförnu verið á ferð um landið og býður heimafólki að bóka fundi með sér um málefni ráðuneytisins. Hún kemur í Egilsstaði á fimmtudag.

Lesa meira

Ein umsókn um prestsstöðu í Egilsstaðaprestakalli

Ein umsókn barst um embætti prests í Egilsstaðaprestakalli, en frestur til að sækja um starfið rann út í byrjun vikunnar. Hreyfing er á prestum á Austurlandi þar sem nýbúið er að auglýsa lausa stöðu prests í Austfjarðaprestakalli og staða í Hofsprestakalli á leið í slíkt ferli.

Lesa meira

Fótbolti: KFA tryggði sér leik á Laugardalsvelli

KFA tryggði sér sæti í úrslitum Fótbolti.net bikarsins með sigri á Tindastóli í undanúrslitum um helgina. Fáskrúðsfirðingur skoraði annað marka KA sem urðu bikarmeistarar eftir sigur á Víkingi.

Lesa meira

Helgin: Fellasúpa og fleira á Ormsteiti

Héraðshátíðin Ormsteiti er mest áberandi í viðburðahaldi helgarinnar á Austurlandi. Í kvöld verður meðal annars boðið upp á súpu út um allan Fellabæ.

Lesa meira

„Óþarfi að barma sér yfir því að tungumálið breytist“

Þrátt fyrir að hafa fæðst á Hornafirði og alist upp þar og í Flóanum, hefur Vésteinn Ólason, fyrrum forstöðumaður Árnastofnunar og prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands, alltaf haft mikið dálæti á Breiðdal, þaðan sem foreldrar hans voru. Hann hefur komið að uppbyggingu safna- og fræðastarfs í fjórðungnum sem stjórnarmaður í bæði Gunnarsstofnun og Breiðdalssetri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.