Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur að undanförnu verið á ferð um landið og býður heimafólki að bóka fundi með sér um málefni ráðuneytisins. Hún kemur í Egilsstaði á fimmtudag.
Meistaraflokkar Þróttar spila sína fyrstu leiki í úrvalsdeildinni í vetur um helgina þegar HK og Afturelding koma í heimsókn. Miklar breytingar hafa orðið á bæði karla- og kvennaliðunum þar sem ungir leikmenn hafa leitað frá Norðfirði í nám. Nýr þjálfari er líka tekinn við.
Ein umsókn barst um embætti prests í Egilsstaðaprestakalli, en frestur til að sækja um starfið rann út í byrjun vikunnar. Hreyfing er á prestum á Austurlandi þar sem nýbúið er að auglýsa lausa stöðu prests í Austfjarðaprestakalli og staða í Hofsprestakalli á leið í slíkt ferli.
KFA tryggði sér sæti í úrslitum Fótbolti.net bikarsins með sigri á Tindastóli í undanúrslitum um helgina. Fáskrúðsfirðingur skoraði annað marka KA sem urðu bikarmeistarar eftir sigur á Víkingi.
Þrátt fyrir að hafa fæðst á Hornafirði og alist upp þar og í Flóanum, hefur Vésteinn Ólason, fyrrum forstöðumaður Árnastofnunar og prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands, alltaf haft mikið dálæti á Breiðdal, þaðan sem foreldrar hans voru. Hann hefur komið að uppbyggingu safna- og fræðastarfs í fjórðungnum sem stjórnarmaður í bæði Gunnarsstofnun og Breiðdalssetri.
Fulltrúar Múlaþings og Fjarðabyggðar voru meðal þeirra sem í gær skrifuðu undir samning við íslenska ríkið um styrki til að ljúka við ljósleiðaravæðingu landsins fyrir lok árs 2026. Stór hluti þeirra húsa sem enn eru án ljósleiðara eru í Fjarðabyggð.