Allar fréttir
Varað við hálku og hálkublettum víða um Austurland
Hálkuviðvaranir hafa þegar verið gefnar út af hálfu Vegagerðarinnar á fjölda vega inn til landsins og ekki síður á fjallvegum fjórðungsins. Í það mun bæta í nótt enda gerir spá ráð fyrir snjókomu um tíma og frosti víðast hvar.
Línur lagðar með byggingu lífkolaverksmiðju á Eskifirði
Fyrirtækið Tandraberg stefnir á að reisa lífkolaverksmiðju með allt að tveimur framleiðslulínum á nýju iðnaðarsvæði á Eskifirði skammt frá gangamunna Norðfjarðaganga. Hvor lína um sig gæti framleitt um 500 kwh af orku sem gæti skipt nokkrum sköpum fyrir hitaveituna í bænum.
Ekkert minna en galið að hafa verið látinn hlaupa um með spelkur og hækjur
Arnar Ágúst Klemensson á Seyðisfirði fæddist með klofinn hrygg og hefur notað hjólastól lungann af sínu lífi. Hann vakti um tíma athygli fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum en hann hefur líka alla tíð barist fyrir réttindum fatlaðs fólks.Stór meirihluti Austfirðinga vill aukna orkuöflun
Stór meirihluti Austfirðinga virðist á þeirri skoðun að mjög eða fremur miklu máli skipti að afla aukinnar orku á Íslandi en nú er til staðar. Litlu færri hafa sterka skoðun á hvort vindorkuframleiðsla til framtíðar eigi að vera í höndum opinberra aðila eða einkaaðila.