Allar fréttir

Kærleiki og samkennd er grunnur samfélagsins

Á undanförnum vikum hefur samfélagið á Austurlandi staðið frammi fyrir röð áfalla, sem hefur haft djúpstæð áhrif á íbúa. Slíkar aðstæður kalla á vakandi samfélag sem hlúir vel að hvert öðru og veitir stuðning þar sem hans er mest þörf. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að áföll og sjálfsvíg geta haft keðjuverkandi áhrif, þar sem eitt tilvik getur haft djúp áhrif á þá sem eftir standa.

Lesa meira

Geðlestin á ferð um Austurland

Geðlesin, fræðsluerindi og skemmtun á vegum Geðhjálpar, ferðast um landið þessa dagana í tilefni af Gulum september, vitundarátaki um geðheilsu. Opinn viðburður verður á hennar vegum á Vopnafirði annað kvöld.

Lesa meira

Austfirðingum býðst að hitta matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur að undanförnu verið á ferð um landið og býður heimafólki að bóka fundi með sér um málefni ráðuneytisins. Hún kemur í Egilsstaði á fimmtudag.

Lesa meira

Markmið að búa vel að tónlistarfólki í nýrri félagsaðstöðu

BRJÁN (Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi) tók í byrjun sumars í notkun nýja félagsaðstöðu í húsinu sem áður hýsti verslunina Tónspil í miðbæ Neskaupstaðar. Þar er nú vel búin æfinga- og upptökuaðstaða á efri hæðinni en tónleikasalur á þeirri neðri.

Lesa meira

Gangur í húsbyggingum á Reyðarfirði

Þrjú fyrirtæki standa fyrir byggingum íbúðarhúsnæðis á Reyðarfirði þessa dagana. Hratt og vel gekk að reisa 11 íbúða hús sem Launafl byggir á Breiðamel. Húsbyggingar eru víðar í gangi um Fjarðabyggð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.