Fjórða Matarmót Austurlands fór fram fyrir skömmu og tókst með afbrigðum vel enda slagaði fjöldi gesta þær þrjár stundir sem opið var fyrir almenning hátt í þúsund manns. Sá mikli fjöldi setti reyndar eina strikið í reikninginn.
Sem fræðimaður og áhugamaður um byggðamál skrifa ég hér átta stuttar greinar um mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi að mínu mati. Í þriðja sæti er uppbygging um allt land.
Hlýndakaflinn á landinu síðustu vikurnar hefur haft þau áhrif að staða miðlunarlóna Landsvirkjunar norðan- og austanlands hefur batnað verulega sem þýðir að raforkuskerðingar til stórnotenda, sem áttu að hefjast í þessari viku, hefjast ekki fyrr en um áramótin.
Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg.
Yfir 200 keppendur alls, 20 lið frá öllum landshornum en það reyndist lið DODICI úr Vopnafjarðarskóla sem stóð sig allra best í First LEGO keppninni sem fram fór um helgina. Tvö önnur austfirsk lið fengu ennfremur verðlaun í stöku flokkum.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sendi í sumar frá sér bók um langafa sinn, Sigurð Gunnarsson, sem setti mark sitt á mannlíf á Austurlandi á 19. öld. Í bókinni eru meðal annars áður óbirtar heimildir sem varpa ljósi á lífið á Austurlandi og Íslandi um miðja öldina.