Búið er að laga að mestu skemmdirnar á Hafskipabryggjunni á Eskifirði. Það er orðið hættulaust að keyra um bryggjuna en vinnan er ekki alveg búin. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum króna.
Regla um tveggja metra fjarlægð milli óskyldra aðila mun einnig gilda fyrir landsbyggðina frá og með næsta þriðjudegi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands varar áfram við ferðum milli landshluta og beinir nú viðvörunum sínum sérstaklega til rjúpnaskytta.
Næstu skref um framtíð Íslandsmótsins í knattspyrnu virðast í höndum mótanefndar sambandsins. Framkvæmdastjóri sambandsins ítrekar að svigrúm sé í reglugerð til að láta mótið standa til 1. desember.
Forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir það reiðarslag ef loðnubrestur verður þriðja árið í röð. Hafrannsóknastofnun leggst gegn veiði eftir nýafstaðinn rannsóknaleiðangur. Gunnþór telur þó rétt að anda með nefinu að sinni.
Austfirskir frumkvöðlar standa að baki vefsetrinu Pardus.is sem er hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Þar geta framleiðendur efnis, svo sem hlaðvarpa, selt áskrift að framleiðslu sinni í íslenskum krónum.