Allar fréttir
Nafn mannsins sem lést í Reyðarfirði
Maðurinn sem lést er sexhjól sem hann ók valt í Reyðarfirði þann 6. ágúst sl. hét Andrés Elisson.Strandveiðar fyrir suma?
Almennt hefur ríkt ánægja með strandveiðikerfið. Kerfið hefur valdið því að tiltölulega auðvelt er fyrir hvern sem er að hafa atvinnu af kjarnaatvinnugrein Íslendinga. Nú vill svo til að óánægjuraddir með nýjustu vendingar í kerfinu verða æ háværari. Allt stefnir í að lokað verði á veiðar 649 smábáta um miðjan ágúst. Það er slæmt fyrir alla en sérstaklega óréttlátt gagnvart smábátasjómönnum á Austurlandi.Um helmingur makrílkvótans kominn í hús
Reikna má með að tæplega 70.000 tonn af makríl hafi veiðst það sem af er sumri. Er um helmingur af 138.000 tonna kvóta því kominn í hús.Staðfest að farþegi úr Norrænu var með virkt smit
Farþegi, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á fimmtudag, reyndist með virkt Covid-19 smit. Ekki er talið að hann hafi verið í slíku samneyti við aðra farþega ferjunnar að hann hafi getað smitað út frá sér.Sveitarstjórnarkosningar verða þann 19. september þrátt fyrir COVID
Sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Mið-Austurlandi munu fara fram þann 19. september, eins og ákveðið var þrátt fyrir uppsveiflu í COVID veirusmitum á landinu þessa stundina.