Allar fréttir
Smitið í Norrænu gamalt
Jákvætt sýni sem greindist úr farþega Norrænu síðasta fimmtudag reyndist gamalt og viðkomandi því ekki smitandi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hrósar Austfirðingum fyrir ábyrga afstöðu að undanförnu.Tveir vinir með tónleika
Píanóleikarinn Jónas Þórir kemur fram á tvennum tónleikum í Egilsstaðakirkju þessa vikuna. Á fyrri tónleikunum, sem verða í kvöld, kemur hann fram ásamt vini sínum Hjörleifi Valssyni, fiðluleikara.Styrkur til að byggja átta íbúðir á Seyðisfirði
Seyðisfjarðarkaupstaður er meðal þeirra fimmtán sveitarfélaga í gær fengu úthlutað samtals 3,6 milljörðum króna í stofnframlög húsnæðis frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Framlagið fer til að reisa búsetukjarna fyrir 55 ára og eldri í bænum.Á ábyrgð listafólks að einangrast ekki á suðvesturhorninu
Tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa um árabil ferðast saman um landið til að halda tónleika. Þau verða á ferðinni fyrir austan í vikunni með glænýja hljómplötu, Faðmlög, í farteskinu og að sögn Svavars eru tónleikaferðirnar góð leið til að viðhalda og rækta vináttutengsl um land allt.
„Stóru samgönguverkefnin grundvöllur að framtíð Austurlands“
Byrjað verður á framkvæmdum við nýjan Axarveg eftir ár og Fjarðarheiðargöng árið 2022 samkvæmt nýrri samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku. Þingmaður Norðausturkjördæmis segir samgönguframkvæmdir lykilatriði fyrir byggðaþróun.Færri komust að en vildu á torfærukeppni
Isavia torfæran fór fram í Ylsgrúsum, skammt frá Egilsstöðum, nú um helgina. Mikil fjöldi áhorfenda lét sjá sig, svo margir að einhverjir urðu frá að hverfa þegar búið var að ná þeim fjöldatakmörkunum sem skipuleggjendur höfðu sett í samráði við sóttvarnayfirvöld.