Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa borist fleiri pinnar til að taka covid-19 sýni. Fleirum býðst því að skráð sig í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu veirunnar í íslensku samfélagi.
Menningarstofa Fjarðabyggðar stendur í kvöld fyrir bílabíói á Eskifirði. Til stendur að standa fyrir fleiri slíkum sýningum á meðan samkomubanni stendur. Forstöðumaður Menningarstofuna segir gott fyrir fólk að komast út og brjóta upp hversdaginn innan allra reglna.
Innan við eitt hundrað manns eru nú í sóttkví á Austurlandi og hefur fækkað hratt síðustu tvo daga. Ekkert nýtt covid-19 smit hefur komið fram á sama tíma.
Nýlega var dreift á Alþingi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á lögum sem varða eignarráð og nýtingu fast- og jarðeigna. Frumvarpið er að mínu viti eitt hið mikilvægasta sem þessi ríkisstjórn hefur boðað. Það er vegna þess að eignarhald á landi er svo geysilega mikilvægt og hefur áhrif áratugi fram í tímann. Að sama skapi gæti það orðið afdrifaríkt til lengri tíma að leyfa núverandi ástandi að viðhaldast.
Seyðfirðingurinn Helgi Haraldsson renndi ekki í grun um hvað í vændum væri þegar hann stofnaði sönghóp á Facebook. Innan við viku eftir stofnun hópsins eru tæplega sex þúsund manns skráð í hópinn.
Lögreglan á Austurlandi hefur fellt niður mál gegn ábúendum í Gautavík í Berufirði sem hófst með athugasemd Lyfjastofnunar um ræktun þeirra á iðnaðarhampi. Ábúendur segja málið hafa verið sér þungbært en fagna því að geta nú haldið ótrauð áfram.