Allar fréttir
Kom að brúðguma um borð í hjólaskóflunni
Steinþóri Guðna Stefánssyni, framkvæmdastjóra Austurverks, varð heldur undrandi þegar hann kom að hjólaskóflu sinni á þriðjudag og hugðist fara að moka veginn yfir Fjarðarheiði. Í ökumannshúsi vélarinnar hitti hann fyrir erlendan ferðamann sem reyndist uppábúinn í brúðarfötum.Upprisu orgelsins fagnað í kvöld
Í janúarmánuði fór fram gagnger hreinsun, viðgerð og stilling á pípuorgeli Egilsstaðakirkju og er það því orðið eins og nýtt. Verkið unnu þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og kona hans, Margrét Erlingsdóttir rafvirki. Af því tilefni verður fagnað með orgel- og söngkvöldi í kirkjunni í kvöld, 5. mars kl. 20:00.
Eldur í rafstöðinni í Neskaupstað í nótt
Eldur kviknaði í rafstöðinni í Neskaupstað í nótt. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um tíu mínútur yfir fjögur í nótt. Greiðlega tókst að slökkva eldinn þrátt fyrir erfiða aðkomu. Minniháttar skemmdir urðu á húsi rafstöðvarinnar.
Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku
Umboðsmaður barna flytur skrifstofu embættisins til Egilsstaða í næstu viku. Markmið flutninganna er að hitta þá sem starfa að málefnum barna í Fljótsdalshéraði og heimsækja skóla á svæðinu.Eldhúsyfirheyrslan: Lærði ung að baka vandræði!
Borgfirðingurinn Eyrún Hrefna Helgadóttir er mætgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún starfar á Minjasafni Austurlands og rekur kaffishúsið Fjóshornið á Egilsstöðum með manni sínum á sumrin. Eyrún er í yfirheyrslu vikunnar.