Allar fréttir

Rafmagnslaust á Efra-Jökuldal frá miðnætti

Víðtækar rafmagnstruflanir hafa verið á Austurlandi frá því á sunnudag. Íbúar á Efra-Jökuldal hafa verið án rafmagns frá miðnætti og skólahald var blásið af á Brúarási í morgun. Viðgerðarflokkar Rarik eiga erfitt um vik uns veðrið gengur niður.

Lesa meira

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflýst

Veðurstofan aflýsti á þriðja tímanum í dag óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og Norðfirði sem verið hafði í gildi frá því um klukkan sex síðdegis í gær.

Lesa meira

Fjallvegir mokaðir þegar veðrið gengur niður

Beðið er með allan mokstur á fjallvegum á Austurlandi þar til stórhríðin sem þar hefur geisað í nótt og morgun gengur niður. Reynt verður að hreinsa vegi á láglendi eftir sem kostur er.

Lesa meira

Færð á heiðum skýrist undir hádegi

Snjómokstur er hafinn á helstu fjallvegum á Austurlandi en útlit er fyrir að hann muni taka drjúgan tíma. Snjórinn er víða þungur og erfiður viðureignar.

Lesa meira

Tími til að læra ítölsku? Si, ovviamente!

Ítalía er reglulega í huga fólks, hvort sem það er að elda ítalskan mat eða afboða skíðaferðina sem fjölskyldan átti bókaða í vor. Hvað sem því líður auglýsir Verkmenntaskóli Austurlands ítölskunámskeið sem opin eru öllum og byrja á morgun, þriðjudaginn 3. mars. 

Lesa meira

Níu tíma sjúkraútkall á Fjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði hafa síðan á þriðja tímanum í dag unnið að því að koma sjúklingi frá Seyðisfirði undir læknishendur á Héraði. Björgunarsveitarmenn segja aðstæður á heiðinni afleitar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar