Allar fréttir

Nauðsynlegt að bæta GSM samband fyrir sjómenn

Ljósleiðaratenging til Mjóafjarðar mun bæta verulega öryggi á svæðinu að mati forstjóra Neyðarlínunnar. Enn eru eftir svæði á Austfjörðum þar sem brýnt er að efla fjarskipti til að bæta öryggi bæði íbúa og þeirra sem um fara.

Lesa meira

Sex ára fangelsi fyrir lífshættulega árás með eldhúshnífum

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir lífshættulega og heiftúðlega árás á annan mann á heimili hans í Neskaupstað í júlí. Sigurður stakk manninn margsinnis með tveimur eldhúshnífum sem hann hafði með sér úr íbúð sinni.

Lesa meira

Átak gegn ölvunarakstri í desember

Lögreglan á Austurlandi mun í desember leggja sérstaka áherslu á eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri. Að undanförnu hefur verið átak í gangi vegna vanbúinna ökutækja.

Lesa meira

Tveir íbúafundir í kvöld

Tveir íbúafundir verða haldnir í fjórðungnum í kvöld. Annars vegar verður fjallað um aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps, hins vegar gefst íbúum á Eskifirði tækifæri til að koma spurningum til kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð.

Lesa meira

„Nýr veruleiki að geta vafrað svona um“

Mjófirðingar sjá fram á aukið öryggi, bætt atvinnuskilyrði og fleiri afþreyingu eftir að ljósleiðari var lagður til staðarins. Íbúar fjölmenntu í kaffisamsæti sem haldið var í tilefni áfangans á föstudag.

Lesa meira

Jólasjóður

Jólasjóður með fjárhagsaðstoð hefur verið starfræktur um nokkurt skeið á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði og er gott samstarf í kringum sjóðinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar