Ljósleiðaratenging til Mjóafjarðar mun bæta verulega öryggi á svæðinu að mati forstjóra Neyðarlínunnar. Enn eru eftir svæði á Austfjörðum þar sem brýnt er að efla fjarskipti til að bæta öryggi bæði íbúa og þeirra sem um fara.
Nýr veruleiki blasir við Mjófirðingum því íbúar í Brekkuþorpi hafa nú aðgengi að ljósleiðaratengingu. Áfanganum var fagnað með heimsókn samgönguráðherra þangað á föstudag. Ráðherrann vonar að betri og öruggari fjarskiptatenging efli búsetuskilyrði í firðinum.
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir lífshættulega og heiftúðlega árás á annan mann á heimili hans í Neskaupstað í júlí. Sigurður stakk manninn margsinnis með tveimur eldhúshnífum sem hann hafði með sér úr íbúð sinni.
Lögreglan á Austurlandi mun í desember leggja sérstaka áherslu á eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri. Að undanförnu hefur verið átak í gangi vegna vanbúinna ökutækja.
Tveir íbúafundir verða haldnir í fjórðungnum í kvöld. Annars vegar verður fjallað um aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps, hins vegar gefst íbúum á Eskifirði tækifæri til að koma spurningum til kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð.
Mjófirðingar sjá fram á aukið öryggi, bætt atvinnuskilyrði og fleiri afþreyingu eftir að ljósleiðari var lagður til staðarins. Íbúar fjölmenntu í kaffisamsæti sem haldið var í tilefni áfangans á föstudag.
Jólasjóður með fjárhagsaðstoð hefur verið starfræktur um nokkurt skeið á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði og er gott samstarf í kringum sjóðinn.