Allar fréttir

Blak: Fullt hús gegn Álftanesi

Kvennalið Þróttar í blaki vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið lagði Álftanes á heimavelli um helgina. Karlaliðið komst í annað sæti Mizunu-deildarinnar með að vinna báða leiki sína gegn Álftanesi.

Lesa meira

Ræða skógrækt á Vopnafirði

Íbúafundur verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði í dag um skipulag skógræktar í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Aldrei staðið til að aflífa aliendurnar á Fáskrúðsfirði

Af hálfu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar hefur aldrei staðið til að aliendur, sem haldnar eru á Fáskrúðsfirði, verði aflífaðar. Kröfur hafa hins vegar gerðar um úrbætur á aðbúnaði þeirra og er unnið að lausn málsins í samráði við eiganda fuglanna.

Lesa meira

Kosið í nýju sveitarfélagi 18. apríl

Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrsta laugardag eftir páska. Sameiningin gengur formlega í gildi í kjölfar þeirra. Búið er að skipa undirbúningsstjórn og funda með starfsfólk fyrir þá vinnu sem framundan er þangað til.

Lesa meira

Gott tímakaup við að skafa framrúðuna

Lögreglan á Austurlandi áminnir ökumenn um að skafa framrúður bíla sinna áður en farið er af stað á morgnana. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir vegna þess í morgunn. Þrjár bílveltur urðu á Fljótsdalshéraði í skyndilegri hálku í gærkvöldi.

Lesa meira

Aldarafmæli á Eiðum

Á fögrum haustdögum, 18.-20. október síðastliðinn, var hátíð á Eiðum í tilefni þess að nákvæmlega ein öld var liðin síðan Alþýðuskólinn á Eiðum var settur í fyrsta sinn.

Lesa meira

Sauðaostur - Sauðagull

Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Hætt var að mjólka ær hér á í byrjun 20. aldarinnar, enda þá kominn markaður fyrir lambakjöt og hagstæðara að láta lömbin ganga undir ánum. Þekkin á þessu mjög svo íslenska handverki hefur að mestu glatast, þótt ekki sé lengra um liðið. En nú hillir undir að hún verði endurvakin.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar