Allar fréttir

Veðurspár fyrir níu þúsund íslensk lögbýli og örnefni

Veðurvefurinn Blika.is hefur bætt við spáþjónustu sína þar sem á honum má nú fletta upp veðurspám fyrir níu þúsund staðsetningar, þar á meðal öllum lögbýlum landsins. Nákvæmari spá gagnast bæði austfirskum bændum og ferðalöngum.

Lesa meira

„Nóg pláss fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér með okkur”

Páll Óskar, Sólmundur Hólm, Hreimur Örn Heimisson og Einar Ágúst Víðisson er meðal þeirra sem skemmta gestum á Vopnaskaki sem haldið verður á Vopnafirði um helgina. Dagskráin verður formlega verður fimmtudag og stendur fram á sunnudagskvöld.

Lesa meira

Styttist í frumflutning óperunnar The Raven's Kiss ​á Seyðisfirði

„Aðalmarkmið verkefnisins að sameina austfirskt listafólk, sem er að gera það gott á sínu sviði, erlendis og hérlendis. Verkefni sem þetta skapar því vettvang til að vinna saman og mynda tengslanet sem vonandi leiðir af sér blómlegt samstarf,” segir sópransöngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir sem jafnframt er verkefnastjóri óperunnar Raven's Kiss sem frumflutt veðrur á Seyðisfirði í lok ágúst. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.

Lesa meira

Rokkjóga sérstaklega gott fyrir slammara

„Þetta verður sérstaklega gott fyrir rokkarana sem verða búnir að sofa í tjaldi og jafnvel slamma mikið, þá er ekkert betra en að teygja á stífum hálsi og baki,” segir Hrönn Grímsdóttir, jógakennari í Neskaupstað, en hún verður með rokk- og bjórjógatíma um Eistnaflugshelgina.

Lesa meira

Tengjum menningarsamfélög og byggðakjarna á Austurlandi

„Þemaverkefni BRAS 2019 er tjáning án tungumáls, en það er innblásið af þeirri staðreynda að börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku fjölgar ört á Austurlandi. Tjáning án tungumáls nýtist öllum þátttakendum, sama hver bakgrunnur þeirra eða aðstæður eru,” segir Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú um Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í annað sinn í september 2019.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar