Allar fréttir

„Minntum helst á bobsleðaliðið frá Jamaíku“

Lið Sparisjóðs Austfjarða náði þeim vafasama áfanga að verða fyrsta liðið til að falla úr leik á Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið er í Neskaupstað. Liðið er ekki af baki dottið og sér fram á glæsta sigra síðar meir í boccia.

Lesa meira

Flugfélag Austurlands með ferðir í tengslum við Eistnaflug

„Við viljum fara að einbeita okkur enn frekar að markaðnum hérna fyrir austan,” segir Kári Kárason, eigandi og flugrekstrarstjóri Flugfélags Austurlands, en félagið býður upp á ferðir milli Egilsstaða og Neskaupstaðar, sem og útsýnisflug yfir Norðfjörð um Eistaflugshelgina.

Lesa meira

Hitinn í 23 gráður á Hallormsstað

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag var á Hallormsstað, 23°C. Austfirðingar og gestir þeirra hafa slakað á og notið veðurblíðunnar í vikunni.

Lesa meira

Þótti vanta tímarit á borð við Æskuna og ABC

Fyrsta tölublað barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ er komið út en mæðgurnar Ágústa Margrét Arnardóttir og Vigdís Guðlaugsdóttir á Djúpavogi voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 fyrir skömmu og sögðu frá áherslum blaðsins sem og því hvernig hugmyndin að því kviknaði.

Lesa meira

Djúpivogur: Skipulag kynnt íbúum í gegnum þrívíddartækni

Djúpavogshreppur hefur gert tillögu um nýtt deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands aðgengilega almenningi í gegnum þrívídd. Umhverfissálfræðingur segir sýndarveruleika geta auðveldað kynningu á skipulagi fyrir íbúum sem aftur leiði til betri ákvarðanatöku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar