Lið Sparisjóðs Austfjarða náði þeim vafasama áfanga að verða fyrsta liðið til að falla úr leik á Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið er í Neskaupstað. Liðið er ekki af baki dottið og sér fram á glæsta sigra síðar meir í boccia.
„Við viljum fara að einbeita okkur enn frekar að markaðnum hérna fyrir austan,” segir Kári Kárason, eigandi og flugrekstrarstjóri Flugfélags Austurlands, en félagið býður upp á ferðir milli Egilsstaða og Neskaupstaðar, sem og útsýnisflug yfir Norðfjörð um Eistaflugshelgina.
Meðal keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri, sem fram fer í Neskaupstað um helgina, er vaskur hópur Ísfirðinga. Þau eru komin nokkuð langt að heiman og ákváðu fyrst þau hefðu lagt land undir fót að til Færeyja í leiðinni.
Fyrsta tölublað barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ er komið út en mæðgurnar Ágústa Margrét Arnardóttir og Vigdís Guðlaugsdóttir á Djúpavogi voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 fyrir skömmu og sögðu frá áherslum blaðsins sem og því hvernig hugmyndin að því kviknaði.
Afkomendur Hans Jónatans, fyrsta blökkumannsins sem vitað er að hafi sest að á Íslandi, hafa hafið baráttu fyrir því að dönsk stjórnvöld lýsi því yfir að hann hafi verið frjáls maður en ekki þræll.
Djúpavogshreppur hefur gert tillögu um nýtt deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands aðgengilega almenningi í gegnum þrívídd. Umhverfissálfræðingur segir sýndarveruleika geta auðveldað kynningu á skipulagi fyrir íbúum sem aftur leiði til betri ákvarðanatöku.