Allar fréttir
Eitt skrefið í að fjarlægja vinnubúðirnar
Áhugasömum kaupendum gefst tækifæri á að skoða þær einingar sem standa eftir af vinnubúðunum sem reistar voru fyrir starfsmenn sem byggðu álverið á Reyðarfirði á sunnudag. Unnið er að því að fjarlægja búðirnar.Stefán Þórarinsson heiðraður fyrir starf sitt í þágu heilbrigðisþjónustu á Austurlandi
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Stefáni Þórarinssyni, heimilislæknir og fyrrverandi framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, viðurkenningu fyrir störf hans í þágu stofnunarinnar í tilefni af 20 ára afmæli hennar.Viðurkenning fyrir náttúruvernd á Víknaslóðum
Stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) veitti Ferðafélagi Fljótsdalshérað og Ferðamálahópi Borgarfjarðar nýverið umhverfisviðurkenningu samtakanna. Viðurkenningin er veitt fyrir að setja umhverfi og náttúru Víknaslóða í forgang með landvörslu og úttekt á svæðinu með verndarsjónarmið í huga.Helgin: „Tónlistarsagan í ME er mögnuð“
Haldið verður uppá 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum í kvöld með pompi og prakt. Elín Rán Björnsdóttir er formaður afmælisnefndar en hún segir að gera eigi menningarsögunni í skólanum hærra undir höfði í kvöld en gert hefur verið í tengslum við fyrri afmæli.
Yfirheyrslan: „Svei mér þá ef ME-ingar eru ekki betri en annað fólk“
Um helgina er haldið uppá 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum með pompi og prakt. Kristjana H. Valgeirsdóttir eða Kristjana í búrinu eins og hún er oft kölluð er í yfirheyrslu vikunnar.