
Allar fréttir


Góður reykingamaður er gulls ígildi
Reykingafólk til sveita skarar nú sem óðast eld, hvert að sinni köku, eða taðhrúgu og birkisprekum öllu heldur. Enda sláturtíð nýlokið og kominn sá tími að bjúgu og læri eru hengd á bita og bíða þar örlaga sinna; að vera reykt yfir báli.
Jafnréttisráðstefnu streymt á netinu í dag
Í dag fer fram ráðstefnan Jafnréttismál á vinnustöðum. Ráðstefnan hefst kl. 12:45 í Hótel Valaskjálf og verður henni streymt á Facebook-síðu Austurfréttar.

Hinsegin Austurland
Nýverið voru þættirnir Svona fólk sýndir á RÚV og hlutu mikla athygli. Þættirnir fjalla um sögu homma og lesbía á Íslandi og réttindabaráttu undangenginna áratuga. Á þessum tíma hefur samfélagið svo sannarlega breyst til hins betra og við stefnum í rétta átt þó enn séu hópar hinsegin fólks komnir mun skemur á veg í sinni baráttu en hommar og lesbíur.

Hestamenn byggja
Nýtt hesthús er nú risið í hesthúsahverfinu í Fossgerði, en þar hefur ekki verið byggt hesthús síðan 2012. Þá byggði Halldór Bergsson þar 10 hesta hús. Fyrir voru þá í Fossgerði þrjú stór félagshús, sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svokölluðum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð.
Fjárhundakeppni Austurlandsdeildar SFÍ - Úrslit
Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands stóð fyrir fjárhundakeppni á Eyrarlandi í Fljótsdal laugardaginn 9. nóvember. Keppt var í hefðbundnum flokkum fjárhundakeppni. Þorvarður Ingimarsson á Eyrarlandi, formaður Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands, sigraði í A-flokki með hund sinn Spaða og var í 3. sæti í sama flokki með Queen.