Allar fréttir

Körfubolti: Höttur þarf í oddaleik

Höttur og Hamar mætast í oddaleik í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik í Hveragerði á morgun. Hamar knúði leikinn fram með sigri á Egilsstöðum á laugardag. Tímabilinu er lokið hjá aðalliðum Þróttar í blaki.

Lesa meira

Enn mikill áhugi á snjókrossi

Akstursíþróttafélagið Start stendur fyrir keppni í snjókrossi í Stafdal á laugardag. Skipuleggjandi segir undirbúning mótsins hafa gengið vel þótt í ýmis horn sé að líta.

Lesa meira

„Öðruvísi, gaman, krefjandi og kom vel út“

Nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum nýttu tækifærið til að deila á styttingu náms í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú þegar þau skrifuðu sitt eigið handrit að söngleik með lögum Michael Jackson.

Lesa meira

Líklegt að til verði skógar eingöngu til að binda kolefni

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á skógrækt verða í brennidepli á fagráðstefnu skógræktarinnar sem haldin verður á Hallormsstað í næstu viku. Þar verður meðal annars rætt um hvernig nýjar alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum skapa ný tækifæri fyrir skógræktendur.

Lesa meira

Nesskóli sigraði í Fjármálaleiknum

Tíundi bekkur Nesskóla fór með sigur af hólmi í Fjármálaleiknum 2019, spurningakeppni í fjármálalæsi. Umsjónarkennari segir bekkinn hafa verið samheldinn í að vanda sig við úrlausn spurninganna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar