Höttur og Hamar mætast í oddaleik í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik í Hveragerði á morgun. Hamar knúði leikinn fram með sigri á Egilsstöðum á laugardag. Tímabilinu er lokið hjá aðalliðum Þróttar í blaki.
Fljótsdalshérað hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi vegna hugmynda um virkjun Geitdalsár í Skriðdal. Tvö lón verða reist til að miðla vatni fyrir virkjunina.
Akstursíþróttafélagið Start stendur fyrir keppni í snjókrossi í Stafdal á laugardag. Skipuleggjandi segir undirbúning mótsins hafa gengið vel þótt í ýmis horn sé að líta.
Nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum nýttu tækifærið til að deila á styttingu náms í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú þegar þau skrifuðu sitt eigið handrit að söngleik með lögum Michael Jackson.
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á skógrækt verða í brennidepli á fagráðstefnu skógræktarinnar sem haldin verður á Hallormsstað í næstu viku. Þar verður meðal annars rætt um hvernig nýjar alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum skapa ný tækifæri fyrir skógræktendur.
Tíundi bekkur Nesskóla fór með sigur af hólmi í Fjármálaleiknum 2019, spurningakeppni í fjármálalæsi. Umsjónarkennari segir bekkinn hafa verið samheldinn í að vanda sig við úrlausn spurninganna.