Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum sýnir næstu þrjú fimmtudagskvöld myndirnar þrjár sem tilnefndar voru sem heimildamyndir ársins á nýafstaðinni Edduverðlaunahátíð.
Skemmtiferðaskipið Viking Sky, sem varð vélarvana við strendur Noregs um síðustu helgi, á samkvæmt áætlun að koma fjórum sinnum til Seyðisfjarðar í sumar.
Reyðfirðingum verður gefinn kostur á að kjósa um nafn á nýrri ísbúð sem opnar í húsnæði sem áður hýsti Shell-stöðina á sunnudag. Fallið hefur verið frá samkrulli ísbúðarinnar við rafrettuverslun í merki og heiti hússins. Eigandi segir það ekki hafa hugsað til markaðssetningar heldur lýsa þeirri starfsemi sem í húsinu væri.
Foreldrar á Reyðarfirði eru gagnrýnir samkrull ísbúðar og verslunar með rafrettur undir sama heiti og merki á staðnum. Eigandi fyrirtækjanna segir að farið sé í einu og öllu eftir landslögum sem geri ráð fyrir skírum aðskilnaði rafretta frá annarri vöru.
Farþegar sem keypt höfðu farmiða með WOW Air geta gert endurkröfu vegna ferða sem ekki hafi verið farnar hafi þeir greitt með debet- eða kreditkorti. Sparisjóður Austurlands hefur þegar hafið móttöku slíkra krafna.
Starfsmenn AFLs Starfsgreinafélags innheimta milljónir í vangoldin laun fyrir félagsmenn sína í hverri viku. Dæmi eru um að atvinnurekendur notist við alþjóðlegar greiðslugáttir til að sleppa framhjá íslensku eftirliti.