Allar fréttir

„Viljum bjóða ferskasta grænmeti landsins“

Fyrirtækið Austurlands Food Coop hóf í lok janúar innflutning á fersku grænmeti og ávöxtum til landsins með Norrænu. Á skömmum tíma hefur innflutningsmagnið vaxið úr 250 kg í eitt tonn á viku. Eftirspurnin kemur stofnendunum ekki á óvart heldur hversu hratt sagan af grænmetinu hefur borist.

Lesa meira

Ekki að ástæðulausu að brugðist var hart við mislingum

Sóttvarnalæknir segir fulla ástæðu hafa verið til að bregðast hart við þegar mislingasmit barst til Íslands fyrir mánuði. Tveir einstaklingar hafa veikst alvarlega í mestu útbreiðslu sem veiran hefur náð hérlendis í rúm fjörtíu ár.

Lesa meira

Fjölbreytt atriði á svæðistónleikum Nótunnar

Tónlistarnemendur af Norður- og Austurlandi mætast á Eskifirði á morgun í forkeppni Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla. Tónskólastjóri segir keppnina mikinn viðburð fyrir tónlistarnemendur.

Lesa meira

Eins og að pakka í ferðatösku en vita ekki hvort maður sé á leið til Spánar eða Grænlands

Íslendingar skrifuðu í byrjun vikunnar undir bráðabrigðafríverslunarsamning við Bretland sem inniheldur ákvæði um vöruviðskipti ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. Aðalsamningamaður Íslands segir mikla vinnu að baki samningnum enda hafi ýmsar ólíkar sviðsmyndir verið uppi við samningsgerðina.

Lesa meira

Þýðir ekki að horfa framhjá dómunum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki hægt að skella skollaeyrum við þeirri staðreynd að íslenska ríkið hafi tapað dómsmálum sem snúa að innflutningi ófrosinnar kjötvöru þrátt fyrir að hafa haldið uppi vörnum í áratug. Ríkið geti ekki vikið sér undan samningum sem það hafi undirgengist af fúsum og frjálsum vilja.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.