Útlit er fyrir að tekist hafi að hefta frekari útbreiðslu mislinga, sem fyrst greindust í einstaklingi sem kom austur til Egilsstaða með áætlunar flugi um miðjan febrúar. Læknir segir heilbrigðisfólk og almenning hafa sýnt samstöðu í að verja sig gegn veirunni.
Bæði lið Þróttar féllu úr leik í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki eftir ósigra gegn KA á laugardag. Þjálfari segir mikil meiðsli í herbúðum Þróttar um þessar mundir vera liðinu fjötur um fót.
Sjór hefur gengið á land í Neskaupstað og á Eskifirði í miklu roki í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að hefta fok. Enn er von á að bæti í vindinn.
Fiskeldi Austfjarða hefur fengið leyfi til að ala ófrjóan lax í Fáskrúðsfirði og Berufirði. Þetta er í fyrsta sinn sem slík leyfi eru gefin úr hérlendis. Eldið í Fáskrúðsfirði á að fara af stað í vor.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður frá Reyðarfirði, vann Íslandsglímuna í fjórða sinn í röð um helgina en þar er keppt um Grettisbeltið. Hann segist hafa þurft að hafa meira fyrir sigrinum nú en oft áður.
Höttur jafnaði metin við Hamar í leikjum liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 97-89 sigri á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hamar vann fyrsta leik liðanna í Hveragerði á fimmtudagskvöld. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki mætir annað hvort Fjölni eða Vestra í úrslitarimmu um laust sæti.
Hafbjörg NK, björgunarskip Landsbjargar í Neskaupstað var kallað út um miðnætti vegna báts sem hafði orðið rafmagnslaus. Nokkuð var um verkefni hjá austfirskum björgunarsveitum í óveðri á föstudag.