Allar fréttir

Körfubolti: Höttur jafnaði metin í einvíginu við Hamar - Myndir

Höttur jafnaði metin við Hamar í leikjum liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 97-89 sigri á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hamar vann fyrsta leik liðanna í Hveragerði á fimmtudagskvöld. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki mætir annað hvort Fjölni eða Vestra í úrslitarimmu um laust sæti.

Lesa meira

Komu báti í vanda til bjargar

Hafbjörg NK, björgunarskip Landsbjargar í Neskaupstað var kallað út um miðnætti vegna báts sem hafði orðið rafmagnslaus. Nokkuð var um verkefni hjá austfirskum björgunarsveitum í óveðri á föstudag.

Lesa meira

Útbreiðsla mislinga stöðvuð

Útlit er fyrir að tekist hafi að hefta frekari útbreiðslu mislinga, sem fyrst greindust í einstaklingi sem kom austur til Egilsstaða með áætlunar flugi um miðjan febrúar. Læknir segir heilbrigðisfólk og almenning hafa sýnt samstöðu í að verja sig gegn veirunni.

Lesa meira

Fyrstu leyfin til að ala ófrjóan lax

Fiskeldi Austfjarða hefur fengið leyfi til að ala ófrjóan lax í Fáskrúðsfirði og Berufirði. Þetta er í fyrsta sinn sem slík leyfi eru gefin úr hérlendis. Eldið í Fáskrúðsfirði á að fara af stað í vor.

Lesa meira

Fjórða Grettisbelti Ásmundar í röð

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður frá Reyðarfirði, vann Íslandsglímuna í fjórða sinn í röð um helgina en þar er keppt um Grettisbeltið. Hann segist hafa þurft að hafa meira fyrir sigrinum nú en oft áður.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar