Formaður samstarfsnefndar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi segir að markmið sameiningar að grunnþjónusta við íbúa verði efld. Von er á að staðan í viðræðunum verði kynnt strax í næsta mánuði.
Nýju ári fylgja nýjar áskoranir og væntingar. Austurglugginn fór á stúfana á Reyðarfirði og náði tali af nokkrum bæjarbúum og lagði fyrir þá spurninguna: Hvaða væntingar hefur þú til ársins 2019? Hér er brot af því besta.
Tími er kominn að alþjóðasamfélagið láti sverfa til stáls og hjálpi til við að koma Nikolas Maduro frá völdum sem forseti Velesúale, að sögn skiptinema sem dvaldi á Egilsstöðum fyrir rúmum áratug. Íbúar treysta á peningasendingar frá útlöndum eða fremur glæpi til að framfleyta sér og sínum.
„Vedíska fræðasetrið á Borgarfirði er mjór vísir að menntastofnun sem vinnur með indversku og vedísku mennta- og listafólki sem mun líka taka þátt í námskeiðum með okkur í gegnum fjarfundabúnað,” segir Björn Kristjánsson, á Borgarfirði.
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segir Vegagerðina hafa tekið vel í óskir sveitarfélagsins um að vetrarþjónusta í dreifbýli þess verði efld með að flýta mokstri á morgnana.