Allar fréttir

Samfélagið allt stendur með okkur

„Blakið náði mikilli festu hérna og hefur haldið því áfram,” segir Unnur Ása Atladóttir, framkvæmdastjóri blakdeildar Þróttar í Neskaupstað, í samtali við þáttinn Að austan á N4.

Lesa meira

Neisti 100 ára: Óska eftir sögum, ljósmyndum og gömlum munum

Ungmennafélagið Neisti fagnar 100 ára afmæli í ár og verður tímamótunum fagnað í lok febrúar. Af því tilefni biðlar undirbúningsnefndin til fyrrverandi og núverandi félagsmanna að senda myndir, sögur, gamla búninga, gamla muni og annað sem tengist Neista og gaman væri að sýna og segja frá í afmælisveislunni. Einnig kallar nefndin eftir nafni á nýja vallarhúsið.

Lesa meira

„Sjálfur hef ég alltaf verið heillaður af húsinu og sögu þess"

„Við erum í raun að opna Vinnustofu Kjarvals aftur. Rými þar sem fyrirtæki og einstaklingar í öllum geirum geta komið saman og unnið á daginn og lyft sér upp á kvöldin, ekki ósvipað því sem Kjarval sjálfur gerði í árdaga,” segir Norðfirðingurinn Hálfdán Steinþórsson, eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GoMobile og einn þeirra sem hefur unnið að endurgerð vinnustofu listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals í 400 fermetra húsnæði í Austurstræti.

Lesa meira

Tækninýjunar í anda skáldsins

„Stóri draumurinn er að gestir geti farið á minjasvæðið hér að neðan Gunnarshús, gengið um rústirnar og á sama tíma verið að horfa á veggina og innviðina í þessum byggingum gegnum sýndarveruleika. Enn eru ákveðnir tækniörðugleikar sem hindra það leysast vonandi á næstu árum,” segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Að austan á N4 heimsótti Skriðuklaustur á dögunum.

Lesa meira

Snjallsímabann gengur í gildi á föstudag

Bann við almennri notkun nemenda á snjalltækjum í grunnskólum Fjarðabyggðar gengur í gildi á föstudag, 1. febrúar. Athugasemdir voru gerðir við ákvörðunina, bæði af nemendum og kennurum.

Lesa meira

Börn á Austurlandi fá tækifæri í Upptaktinum

„Upptakturinn er mjög vandað verkefni sem gefur þeim krökkum sem sýna áhuga og þrautseigju á sviði tónsköpunar tækifæri. Verkefnið hefur einungis verið fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu og því er mjög gleðilegt að geta loks boðið uppá þátttöku hér fyrir austan,” segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Fyrsta REKO afhendingin á laugardag

Fyrsta afhendingin undir merkjum REKO á Austurlandi, þar sem bændur og smáframleiðendur matvæla og kaupendur eru tengdir saman, verður á Egilsstöðum á laugardag. Níu framleiðendur munu þar afhenda vörur sínar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar