„Það eru sirka fjögur ár síðan að ég sá að þetta var orðið glórulaust rugl og ég var orðinn fangi eigna minna,“ segir Ágústa Margrét Arnardóttir á Djúpavogi sem ætlar að vera með nýstárlegt jóladagatal á sínu heimili í desember.
Fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi, sem rísa mun við ytri enda núverandi íþróttahúss á Egilsstöðum, var tekin föstudaginn 16. nóvember. Íþróttafélagið Höttur heldur utan um framkvæmdina fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað.
Um fimmtíu manns tóku þátt í göngu Soroptimistaklúbbs Austurlands gegn kynbundnu ofbeldi á Seyðisfirði í gær. Formaður klúbbsins fagnaði því að konur væru farnar að safna kjarki til að segja frá ofbeldi sem þær verða fyrir.
„Ég hef alltaf verið hrifinn af sterkum mat og þykja „hot-sósur“ skemmtileg leið til að njóta þess,“ segir Djúpavogsbúinn William Óðinn Lefever sem stefnir að því að setja á markað fyrstu íslensku hot-sósuna (hot-sauce) og nefnist hún Bera.
Slökkviliðsstjóri segir reykskynjara og árvekni heimilisfólks hafa skipt sköpum þegar eldur kom upp í einbýlishúsi í Neskaupstað í gærkvöldi. Nokkrar skemmdir eru á húsinu eftir eldsvoðann.
Hinn árlegi jólamarkaður æskulýðsdeildar hestamannafélagsins Blæs í Norðfirði var haldinn í Dalahöllinni á Norðfirði síðastliðinn sunnudag, en segja má að hann marki upphaf jólaundirbúningsins í Fjarðabyggð.
Tveir nemar við Menntaskólann á Egilsstöðum skipta með sér fyrstu verðlaunum í samkeppni um hönnum jólakorta fyrir Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði í ár.