Allar fréttir

Stjórn veiða á sæbjúgum í klessu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að herða reglur um veiðar á sæbjúgum. Stór hluti þeirra er veiddur út fyrir Austfjörðum. Skipstjóri segir þar hafa verið stundaðar ólympískar veiðar í haust.

Lesa meira

Nokkur orð um snjalltæki og samfélagsmiðla

Fjarðabyggð hefur nú (mér vitanlega), fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi, tekið ákvörðun um að banna börnum að nota sín eigin snjalltæki á skólatíma. Nokkur umræða hefur verið um þetta bann og mig langar og fara í stuttu máli yfir rökin sem liggja því til grundvallar.

Lesa meira

„Ég veit ekki hvernig þetta gat gerst“

„Við ákváðum að prófa að setja auglýsingu á Facebook og biðja vini okkar í Danmörku að deila henni. Ég bjóst í mesta lagi við 200 deilingum, alls ekki þessu,“ segir María Hjálmarsdóttir sem hefur ekki undan við að fara yfir umsóknir eftir að hún og maðurinn hennar óskuðu eftir aupair. Auglýsingunni hefur nú verið deilt yfir 7000 sinnum og í morgun voru þau hjónin í viðtali á dönsku útvarpsstöðinni DR P4 vegna málsins.

Lesa meira

Hissa á að ekki væri lögð meiri áhersla á fjárhagsáætlun í stjórn HEF

Fulltrúi Héraðslistans í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) gagnrýnir að upplýsingar um fjárhagsáætlun fyrirtækisins á næsta ári hafi verið lagðar fram í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs áður en þær voru afgreidd af stjórn fyrirtækisins. Fulltrúar meirihlutans segir að fullt svigrúm gefist til að ræða áætlun á milli umræðna bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunáætlun sveitarfélagsins.

Lesa meira

Sviptur ökuleyfi fyrir vítaverðan ölvunarakstur

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að sæta sviptingu ökuleyfis í tvö og hálft ár fyrir vítaverðan akstur undir áhrifum áfengis. Litlu mátti muna að maðurinn æki framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Lesa meira

Frumsköpunarkrafturinn kitlaður

„Á námskeiðunum eru þátttakendur leiddir inn í tónlistariðkun á þeirra eigin forsendum. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðin sem henta öllum áhugasömum og engar kröfur eru gerðar um grunnþekkingu í tónlist. Við hvetjum þátttakendur til að koma með sín eigin hljóðfæri af öllu tagi,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar, um námskeið í spuna og skapandi ferli verður heldið í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði næsta sunnudag.

Lesa meira

Lægri gjaldskrár eða meiri þjónusta?

Meirihluti Fjarðalista og Framsóknarflokks í bæjarráði Fjarðabyggðar fellst ekki á tillögur Sjálfstæðisflokks um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2019. Flokkurinn vill lækka fasteignamatsstuðul, lækka gjaldskrá hitaveitu og fallið verði frá lækkunum á skólamáltíðum. Meirihlutinn segir markmið sitt að auka þjónustu við íbúa.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar