Allar fréttir

Föstudagurinn var langur hjá björgunarsveitunum

Björgunarsveitir frá Vopnafirði, Fljótsdalshéraði og úr Mývatnssveit aðstoðuðu um þriðja tug bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs og vondrar færðar á Möðrudalsöræfum á föstudagskvöld.

Lesa meira

Vonast til að opna Möðrudalsöræfi um hádegið

Öll moksturstæki Vegagerðarinnar á Austurlandi voru komin af stað klukkan níu í morgun. Vonast er til að Möðrudalsöræfi verði orðin fær um hádegið. Ekki er byrjað að moka Fjarðarheiði og ekki útlit fyrir að hún opnist fyrr en seint í dag, takist það á annað borð.

Lesa meira

Snjóruðningsbíllinn fastur á Fjarðarheiði

Snjómoksturstæki urðu frá að hverfa á Fjarðarheiði í morgun vegna veðurs. Straumur var yfir heiðina þegar loks tókst að opna hana stuttlega í gærkvöldi. Aðrar helstu leiðir á Austurlandi en austurhluti Jökuldals eru orðnar færar þótt aðstæður séu víða erfiðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar