Ungir sem aldnir í öllum byggðakjörnum Austurlands geta næstu dagana aldeilis gert sér dagamun meðan á hátíðinni Dagar myrkurs stendur en fjöldi viðburða eru í boði á velflestum stöðum á þessu 25 ára afmæli hátíðarinnar.
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum.
Kikka K. M. Sigurðardóttir, stofnandi Græningja, mun leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Flokkurinn vinnur hörðum höndum að framboði.
Landsvirkjun hefur boðað að geta ekki selt skerðanlega raforku til stórnotenda á Norður-og Austurlandi frá 24. nóvember og fram í miðjan maí. Ástæðan er einstaklega þurrt árferði sem þýðir að miðlunarlón eru langt undir því þau ættu að vera.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð þýðingarmiðstöðvar ráðuneytisins sem starfrækt hefur verið á Seyðisfirði undanfarin tíu ár. Aðeins einn stafsmaður verður þar eftir innan tíðar vegna aðhaldskröfu innan ráðneytisins.
Nýtt deiliskipulag fyrir nýja staðsetningu tjaldsvæðis Neskaupstaðar að Strandgötu 62 liggur nú fyrir. Búið er að taka tillit til og svara öllum athugasemdum sem fram komu í ferlinu.
Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, er efst Austfirðinga á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Hún skipar þriðja sætið. Ingibjörg Isaksen þingmaður leiðir listann.