Allar fréttir

Vaxtarsprotar á Austurlandi

Hópur fólks á Austurlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátttakendur vinna allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangsefni m.a. á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu. Þátttakendurnir, sem nú luku námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins, voru 19 talsins, en samtals unnu þeir að 15 verkefnum.

sproti_smaller_rgb_jpeg.jpg

Lesa meira

Myndir úr heimsókn til Gravelines

Opnuð hefur verið ljósmyndasýning á safninu Fransmenn á Íslandi með myndum frá heimsókn hóps Íslendinga til vinabæjar Fáskrúðsfjarðar til Gravelines í Norður-Frakklandi.  Árlega er haldin vegleg bæjarhátíð í Gravelines, Íslendingahátíðin, þar er minnst sjósóknar bæjarbúa á Íslandsstrendur á árum áður. Um þessar mundir eru tuttugu ár frá því stofnað var til vinabæjarsamstarfsins, allar götur síðan hefur það blómstrað og vaxið ár frá ári. Hugmyndir um að auka enn frekar samstarfið með ýmsu móti.

franski_fninn.jpg

Lesa meira

Norrænir forsætisráðherrar funda á Egilsstöðum

Forsætisráðherrar Norðurlandaþjóðanna funda á Egilsstöðum á morgun, sunnudag og mánudag.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands stýrir fundi, enda gegna Íslendingar formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir. Á dagskrá eru ýmis mál á alþjóðavettvangi og vettvangi Evrópusambandsins sem snerta Norðurlöndin. Meðal annars verður fjallað um undirbúning Íslendinga fyrir umsókn að aðild að ESB.

norurlandar.jpg

 

Lesa meira

Fíflunum útrýmt

Á fimmtudaginn var tóku starfsmenn bæjarskrifstofunnar á Reyðarfirði sig til og gróðursettu runna við bílastæði kirkjunnar.  Starfsmenn stóðu sig ágætlega við gróðursetningu en voru í essinu sínu þegar þeir komust í mikla fíflabreiðu í stærðarbeði.  Þar var farið á kostum og reitt heilt kerruhlass af fíflum. Eftir góða vinnuskorpu var boðið í grill við safnaðarheimilið. 

ffladagur__reyarfiri.jpg

Lesa meira

Markaður og sýning í Salthúsinu á Stöðvarfirði

Á dögunum bættist við  nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn á Stöðvarfirði þegar Salthúsið opnaði formlega.   Það eru frumkvöðlanir Magnús Sigurðsson og Einþór Skúlason sem einnig reka Gistihúsið Sólhól á Stöðvarfirði sem eiga frumkvæði að þessu verkefni. Um er að ræða 1000 m2 aflagt fiskvinnsluhús í hjarta bæjarins sem nýtt er á veturna sem geymsla fyrir húsbíla og fellihýsi en hefur staðið autt á sumrin, hugmyndin var að gæða húsið lífi enda stendur það við aðalgötuna í miðjum bænum skammt frá veitingahúsinu Brekkunni og Galleri Snærós. 

salths_stvarfiri.jpg

Lesa meira

Æfing slökkviliðsins í Fáskrúðsfjarðargöngunm

Í vikunni var haldin brunaæfing í Fáskrúðsfjarðargöngum. Kveikt var í eldsneyti og framkallaður reykur um 3 km inni í göngunum eins og um bílbruna væri að ræða. Þátttakendur í æfingunni voru auk slökkviliðs, starfsmenn Vegagerðarinnar og lögreglan. Tilgangurinn var að sjá hvernig reykur fyllti göngin, hvernig reykkafarar gætu athafnað sig og bjargað út fólki og síðan hvernig reyknum yrði komið út úr göngunum. Æfingin tókst vel og tókst að skapa þær aðstæður sem til var ætlast. Vel gekk að finna og bjarga fólki út frá slysstaðnum sem var nánast inni í miðjum göngum og hulinn þykkum reyk. Göngin urðu fljótt stífluð af reyk við slysstaðinn en vel gekk að koma reyknum út úr göngunum eftir að reyklosun hófst.

fskrsfjarargng_brunafing.jpg

Lesa meira

Ný fræðslu- og frístundastefna

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar fimmtudaginn 4. júní var samþykkt fræðslu- og frístundastefna fyrir Fjarðabyggð til næstu fimm ára. Unnið var að mótun stefnunnar frá nóvember 2008 til apríl 2009. Að stefnumótuninni kom 25 manna starfshópur sem samsettur var af fulltrúum skóla, frístundastofnana, frjálsra félagasamtaka og atvinnulífs. Verkefnastjóri var Hrönn Pétursdóttir.

fjaragbyggarlg.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar