Allar fréttir

Fékk ekki að fjarlægja vélar

Í gær voru vélar í eigu Fossvíkur ehf., sem áður rak frystihúsið á Breiðdalsvík, kyrrsettar með úrskurði sýslumannsins á Eskifirði. Aðili á vegum Fossvíkur kom þeirra erinda að fjarlægja vélar í eigu fyrirtækisins úr frystihúsinu, þar sem Festarhald ehf. rekur nú matvælavinnslu.

frystihs__breidalsvk.jpg

Lesa meira

Ekki friðlýst að svo stöddu

Í tillögu umhverfisnefndar Alþingis er farið fram á að Egilsstaðaskógur og Egilsstaðaklettar verði tekin út af friðlýsingaráætlun næstu fimm ára, en gert var ráð fyrir að friðlýsa þrettán svæði í landinu á því tímabili. Í nefndaráliti segir meðal annars að rétt sé að fella Egilsstaðaskóg og Egilsstaðakletta brott úr áætlun fyrir þetta tímabil þar sem ljóst sé að hluteigandi aðilar, þar á meðal landeigendur, séu friðlýsingu mótfallnir.

egilsstair-birki.jpg

Vilja byggja heilsulind í landi Unaóss

Sænskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á uppbyggingu heilsulindar í landi Unaóss, yst í Hjaltastaðarþinghá á Fljótsdalshéraði. Eftir því sem næst verður komist byggir hugmyndin á fögru umhverfi á svæðinu og góðu aðgengi að sjó, en hlýjar sjólaugar, heilsumeðferðir og vel búin gistiaðstaða eru á teikniborðinu. Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi, sagði aðeins um hugmynd að ræða enn sem komið er, en staðfesti að Svíarnir hefðu rætt við hann um möguleika á uppbyggingu heilsulindarinnar.

orsteinn_bergsson_unasi.jpg

Lesa meira

Listahátíð í Dalatangavita

Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur í vor að óhefðbundinni listsýningu í fjórum vitum hringinn í kring um landið, einum í hverjum landsfjórðungi. Myndlistarmönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín í vitunum, sem verða opnir ferðalöngum fram yfir verslunarmannahelgi. Um er að ræða Dalatangavita, Garðskagavita, Bjargtangavita og Kópaskersvita. Listamaðurinn Unnar Örn sýnir á Austurlandi og opnar sýningin um miðjan maí.

dalatangi.jpg

Lesa meira

Mikil pressa vegna leiksins annað kvöld

Fyrri úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna milli Þróttar og HK fór fram í gærkvöld. Þróttur Nes tapaði leiknum 1 - 3. Mikil barátta var í hrinunum fjórum og vann HK þrjár þeirra; 26-24, 25-15, 25-17, en Þróttur Nes vann þriðju hrinu 25-19.

Seinni leikur liðanna verður í Neskaupstað annað kvöld; föstudagskvöld kl. 20. Blakdeild Þróttar og Austurglugginn hvetja alla bæjarbúa og stuðningsmenn Þróttar Nes og blakíþróttarinnar nær og fjær til að fjölmenna og hvetja Þróttarstúlkur áfram til sigurs.

rttur_nes_blak_vefur.jpg

 

Nýr Austurgluggi kominn út

Í Austurglugga þessarar viku má meðal annars lesa um ný áform um matvælaþróun í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum í samstarfi MS og Matís og áform um fullvinnslu áls á Seyðisfirði. Karólína Þorsteinsdóttir á Seyðisfirði ritar vikulegan samfélagsspegil og greint er frá svaðilförum sængurkonu á Oddsskarði fyrr í vikunni. Alls óvenjuleg gæði heita vatnsins hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella eru tekin til skoðunar og auk pólitískra aðsendra greina er hinn ómissandi matgæðingur á sínum stað. Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum.

ti0126197.jpg

Aprílgabbið

Hafa skal það sem sannara reynist og vill Austurglugginn nú upplýsa þá sem þegar hafa ekki áttað sig á aprílgabbi vefsins. Þannig er frétt um að byggja eigi heilsuhótel í túnfætinum hjá Þorsteini Bergssyni á Unaósi fullkominn heilaspuni, sem og frétt um tugprósenta verðlækkun á ákveðnum vöruflokkum Nesbakka í Neskaupstað. Vonandi hafa einhverjir látið blekkjast og hlaupið apríl! Megið þið öll eiga farsælt vor framundan.

hnnun2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar