Allar fréttir

30 milljónum úthlutað til menningarverkefna á Austurlandi

Menningarráð Austurlands úthlutar í dag, þriðjudaginn 27. janúar, um 30 milljónum króna til menningarstarfs á Austurlandi. Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneyt1089_07_1---statue--glasgow-gallery-of-modern-art_web.jpgis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

Lesa meira

Ásókn í sjóði Fljótsdælinga

Tvær fjárbeiðnir frá hlutafélögum og hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á svæðinu voru á dagskrá fyrsta fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps á árinu.

 

Lesa meira

Vatnajökulsráðstefnan gagnrýnd

Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur skrifar: 

Þann 23. janúar 2009 var á Egilsstöðum haldin „Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð - Kynning á þjóðgarðinum og tækifærum í ferðaþjónustu.“  Þetta var í raun engin ráðstefna, því að menn réðu þar ekki ráðum sínum, heldur var stillt upp fjölda fyrirlesara með tilheyrandi letursýningum á tjaldi, sem þeir lásu svo upp eða skýrðu, eins og nú er farið að tíðkast, og gerir mönnum torvelt að fylgjast með, þar sem þeir þurfa samtímis að hlusta og horfa. Fyrirspurnir voru að vísu leyfðar og undir lokin var almennum fundargestum gefinn kostur á tjá sig í hálftíma eða svo.

Lesa meira

Vegna ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð

Vefsíðunni hafa borist svofelld skilaboð vegna aðsendrar greinar Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings um Vatnajökulsráðstefnu sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðinn föstudag: ,,Ráðstefnan var ekki haldin á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs. Vínveitingar í lok ráðstefnunnar voru ekki í boði Vatnajökulsþjóðgarðs. Kveðja, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs."

Lesa meira

Þungatakmarkanir á vegum á Austurlandi

Færð á Austurlandi er nú víðast hvar sæmileg, nema á fjallvegum, þar sem er hálka og hálkublettir. Að mestu autt með ströndinni. Öxi og Hellisheiði eru ófærar og mikil hálka á Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Suðausturlandi er greiðfært.

Þungatakmarkanir hafa verið auknar á Austurlandi:

Lesa meira

Skeytasendingar vegna snjómoksturs

Bréf hafa seinustu vikur gengið milli sveitarstjórna Djúpavogs- og Breiðdalshrepps. Ástæðan er ályktun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps um að færa vetrarþjónustu af Breiðdalsheiði yfir á Öxi.

 

Lesa meira

Á að bíða í aðra 106 daga spyrja mótmælendur

Í dag var mótmælafundur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, annan laugardaginn í röð. Um 80 manns sóttu fundinn. Frummælendur voru þau Guðveig Eyglóardóttir bóndi og Þórður Mar Þorsteinsson menntaskólakennari.

Ráðherrum ríkisstjórnarinnar var öllum boðið til fundarins með almenningi á Egilsstöðum. Björn Bjarnason svaraði einn ráðherra og vísaði til fyrri samskipta sinna við fundarhaldara, sem kallað hefði hann fasista. Hann myndi því ekki koma. Þá svaraði aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra því að ráðherrann hefði nóg á sinni könnu og kæmist ekki.

vefur_meginmynd.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.