Allar fréttir

Kolmunnaskip á heimleið

Íslensku kolmunnaskipin tíu, sem verið hafa á kolmunnaveiðum á Rockall-svæðinu vestur af Skotlandi, eru á heimleið og eru djúpt suður af landinu þessa stundina. Eftir þrálát óveður, sem komu í veg fyrir veiðar, skánaði veðrið fyrir nokkrum dögum, en síðan þá hefur enginn kolmunni fundist þannig að skipin eru á heimleið.

Lesa meira

Brjálað veður á Austurlandi

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa margar átt annríkt frá því í nótt. Færð er mjög breytileg innan þéttbýlis. Þannig hefur verið mjög þungfært innanbæjar á Vopnafirði og Eskifirði, en ekki sérstaklega í Neskaupstað eða á Egilsstöðum. Fjallvegir eru alls ófærir. Kona í barnsnauð lenti í hrakningum á Oddsskarði í nótt og foktjón er nokkurt, enda hefur verið gríðarlega hvasst og vindur farið upp í 48 m/sek þegar verst var. Veður er lítið farið að ganga niður.

hreksstaalei_vefur.jpg

Lesa meira

Leikskólinn Lyngholt til fyrirmyndar

Heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni, sem Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið standa að, veitti á dögunum fjórum fyrirtækjum/skólum viðurkenningu sem fyrirmyndarvinnustaðir, þ.e. Actavis, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Íslandspósti og Snælandsskóla í Kópavogi. leikskolinn_lyngholt.jpg

Lesa meira

Svanir á áætlun

Svanurinn Rocky hvíldi sig í gærkvöldi um 30 kílómetra vestur af Glasgow í Skotlandi fyrir fyrirhugaða flugferð til Íslands. Fylgst verður með ferðum Rocky og 49 annarra svana, sem vonir standa til að muni fljúga til Íslands í sumar, með hjálp GPS-tækja á bökum þeirra. Sagt er frá svönunum á vef BBC. Þar kemur fram að bresk fuglaverndarsamtök standi fyrir rannsókninni. Ætlunin er að læra meira um ferðir fuglanna.

svanur.jpg

 

Lesa meira

Vonskuveður og ekki ferðafært

Skólahald fellur víða niður á Austurlandi vegna veðurs. Upplýsingar eru um að ekki verði skóli á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Fellaskóla né á Eiðum.  Nú er stórhríð á Norðausturlandi og mjög hvasst á Austurlandi; 25 til 30 m/sek í fjörðum allt frá Höfn og norður úr. Ófært er víðast í fjórðungnum og ekkert ferðaveður. Lögreglan á Vopnafirði segir ófært innanbæjar og biður fólk að vera ekki á ferðinni. Væntanlega má segja hið sama um önnur þéttbýli. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s fram eftir degi, snjókomu og hvössu við norðaustur- og austurströndina. Minnkandi norðanátt seint í dag og dregur úr ofankomu. Norðaustan 8-15 og él norðantil seint í kvöld, en él um mest allt land á morgun. Frost 0 til 12 stig.

 veur_net.jpg

Stormviðvörun við austurströndina

Enn er vont veður til fjalla á Austurlandi og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar má búast við að vegir verði ófærir eftir að þjónustu líkur í kvöld. Í fjórðungnum er mikil ófærð, stórhríð og skafrenningur. Um kl. hálftíu í kvöld var þæfingsfærð á Fagradal, á Oddsskarði og með ströndinni. Veðurstofan varar við stormi við austurströndina sem gangi ekki yfir fyrr en á morgun.

Versnandi veður í fjórðungnum

Vegfarendur eru beðnir um að afla upplýsinga um færð áður en lagt er upp, því nú er færð tekin að spillast í fjórðungnum. Þar sem fært er, segir Vegagerðin vera krapa eða snjóþekju og mjög hált er með ströndinni. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s í nótt og fram eftir degi á morgun, hvassast við norður- og austurströndina. Talsverð snjókoma, einkum á N- og NA-landi, en þurrt að mestu sunnan heiða. Minnkandi norðanátt seint á morgun og dregur úr ofankomu. Frost 0 til 10 stig.

97339_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.