Allar fréttir

Þróttarstúlkur unnu með harðfylgi

Í gærkvöld var fyrsti leikurinn í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Þróttur N vann Þrótt Reykjavík 3 - 2 í æsispennandi leik.

 

Lesa meira

Íslensk kornrækt á aukna möguleika

Landbúnaðarráðherra kynnir nýja skýrslu um kornrækt og tækifæri hennar í dag. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um stöðu kornræktarinnar, hagkvæmni og markaðslegar forsendur ásamt því að meta framtíðarhorfur greinarinnar.

 

Lesa meira

Nýr bókaklúbbur á Netinu – Undirheimar

Á dögunum stofnaði bókaforlagið Uppheimar nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn, sem er án nokkurra skuldbindinga, býður upp á norrænar glæpasögur í hæsta gæðaflokki á hagstæðum kjörum.

Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.

tharsemsolinskin_kapa.jpg

Lesa meira

Grunnskóli Reyðarfjarðar frumsýnir í kvöld

Grunnskóli Reyðarfjarðar frumsýnir leikritið Ísvélina eftir Bjarna Jónsson í kvöld kl. 20. Leikstjórar eru Bryndís Júlíusdóttir og Unnur Sveinsdóttir. Sýnt verður í Félagslundi Reyðarfirði og næstu sýningar á morgun, föstudag, kl. 18 og 20. Sýningin er hluti af Þjóðleiksverkefninu.

ti0126096.jpg

Vegfarendur sýni aðgæslu

Snjókoma eða éljagangur er á norðan- og austanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn. Norðan og norðvestan 5-13 og víða dálítil él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur og þungfært um Mývatnsöræfi. Á Austurlandi er hálka á öllum vegum og snjóþekja. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði. Skafrenningur og hálka er á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði, skafrenningur og hálka á Fagradal Ófært er um Breiðdalsheiði og snjór og hálka á Vatnsskarði.

veur_net.jpg

Skapar væntanlega 15 ný störf

Ýmsar tillögur Norðausturnefndarinnar virðast ætla að verða að veruleika. Nýsköpunarmiðstöð mun verða sett á fót á Egilsstöðum og Húsavík fyrripart ársins og koma á upp mennta-, menningar- og nýsköpunarsetri á Vopnafirði. Á að veita átta milljónum króna til verkefnisins og ráða í 1,5 stöðugildi. Þá stendur til að ráða einn starfsmann á Seyðisfirði til að samþætta þar ýmiss konar menningarstarfsemi með aðkomu menningarstofnana sem þar eru fyrir.

Lesa meira

Fljótsdalshérað styrkir menningarstarf

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði á dögunum styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009. Sautján umsóknir bárust. Félag skógarbænda á Héraði hlaut hæsta styrkinn, kr. tvö hundruð þúsund, vegna skógardagsins mikla í Hallormsstað.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar