Þróttarstúlkur unnu með harðfylgi
Í gærkvöld var fyrsti leikurinn í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Þróttur N vann Þrótt Reykjavík 3 - 2 í æsispennandi leik.
Í gærkvöld var fyrsti leikurinn í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Þróttur N vann Þrótt Reykjavík 3 - 2 í æsispennandi leik.
Landbúnaðarráðherra kynnir nýja skýrslu um kornrækt og tækifæri hennar í dag. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um stöðu kornræktarinnar, hagkvæmni og markaðslegar forsendur ásamt því að meta framtíðarhorfur greinarinnar.
Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.
Grunnskóli Reyðarfjarðar frumsýnir leikritið Ísvélina eftir Bjarna Jónsson í kvöld kl. 20. Leikstjórar eru Bryndís Júlíusdóttir og Unnur Sveinsdóttir. Sýnt verður í Félagslundi Reyðarfirði og næstu sýningar á morgun, föstudag, kl. 18 og 20. Sýningin er hluti af Þjóðleiksverkefninu.
Snjókoma eða éljagangur er á norðan- og austanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn. Norðan og norðvestan 5-13 og víða dálítil él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur og þungfært um Mývatnsöræfi. Á Austurlandi er hálka á öllum vegum og snjóþekja. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði. Skafrenningur og hálka er á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði, skafrenningur og hálka á Fagradal Ófært er um Breiðdalsheiði og snjór og hálka á Vatnsskarði.
Ýmsar tillögur Norðausturnefndarinnar virðast ætla að verða að veruleika. Nýsköpunarmiðstöð mun verða sett á fót á Egilsstöðum og Húsavík fyrripart ársins og koma á upp mennta-, menningar- og nýsköpunarsetri á Vopnafirði. Á að veita átta milljónum króna til verkefnisins og ráða í 1,5 stöðugildi. Þá stendur til að ráða einn starfsmann á Seyðisfirði til að samþætta þar ýmiss konar menningarstarfsemi með aðkomu menningarstofnana sem þar eru fyrir.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði á dögunum styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009. Sautján umsóknir bárust. Félag skógarbænda á Héraði hlaut hæsta styrkinn, kr. tvö hundruð þúsund, vegna skógardagsins mikla í Hallormsstað.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.