Allar fréttir

Súráli landað í Mjóeyrarhöfn

Flutningaskipið Vega Rosa kom á laugardag til hafnar á Mjóeyri með 48.000 tonn af súráli frá Brasilíu. Reiknað er með að losun taki 4,5 sólarhring ef veður helst gott.

shipphotovegarose.jpg

Töltmótaröð Austurlands á laugardag

Fyrsta mót af þremur í Töltmótaröð Austurlands 2009 verður haldið í Fossgerði laugardaginn 14. mars næstkomandi kl. 13:00. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þessari röð: Tölt 16 ára og yngri, unghrossaflokkur, tölt áhugamenn (17 ára og eldri) og tölt opinn flokkur. Allir krakkar 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaun og veitt verða verðlaun fyrir best snyrta hestinnn í flokki 16 ára og yngri.

106388908_vtdxvv66_islandpferde.jpg



 

Lesa meira

Haukur Björnsson framkvæmdastjóri hættir hjá Eskju

Haukur Björnsson hættir hjá Eskju hf. sem framkvæmdastjóri eftir að hafa unnið hjá félaginu í fjöldamörg ár. Haukur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan 2004 en hefur ákveðið að snúa sér að öðru. Stjórnarformaður og aðaleigandi félagsins Þorsteinn Kristjánsson mun taka við starfi sem forstjóri Eskju hf. og nánari skipulagsbreytingar verða kynntar síðar.

haukur_bjrnsson2.jpg

Lesa meira

Nýir tímar, ný Framsókn

Birkir Jón Jónsson skrifar:  

Þegar kosið var til Alþingis vorið 2007 held ég að fáa hafa órað fyrir öllum þeim atburðum sem orðið hafa síðan í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. En öll verðum við nú að horfast í augu við breyttar aðstæður. Stjórnmálaflokkarnir verða að skoða stefnu sína og gjörðir, gera upp við fortíð sína og meta hvernig þeir geta best þjónað þjóðinni til framtíðar.

xb_birkirjonjonsson1vefur.jpg

Lesa meira

Ráðgjöf verði færð frá Hafró til háskólasamfélagsins

Elding, félag smábátaeigaenda á norðanverðum Vestfjörðum, vill að ráðgjöf um árlegan heildarafla nytjastofna á Íslandsmiðum verði færð frá Hafrannsóknastofnun til háskólasamfélagsins. Ályktun þar að lútandi var samþykkt á stjórnarfundi félagsins 8. mars. Stjórnin telur að sá trúnaðarbrestur sem orðinn er milli sjómanna og Hafrannsóknastofnunar sé farinn að skaða nauðsynlega framþróun.

2026_25_27---fishing-boat--holy-island--northumberland_web.jpg

Lesa meira

Köld sundlaug á Eskifirði

Vegna bilunar í Hitaveitu Eskifjarðar má búast við því að sundlaug bæjarins verði köld næstu daga. Reynt verður að halda pottum og vaðlaug heitum fyrir viðskiptavini. Einnig verður líkamsræktin opin eins og venjulega. Tilkynnt verður á vefnum www.fjardabyggd.is þegar viðgerðum lýkur en því miður er óvíst er hvenær það verður.

sundlaug_eskifjrur.jpg

Hans Friðrik og Sigur sýndu glæsilega takta

Hans Friðrik Kjerúlf og fjölskylda gerðu góða ferð í Húnavatnssýslu um liðna helgi. Þar fór fram eitthvert sterkasta ísmót sem haldið hefur verið utandyra til þessa. Margir af bestu hestum landsins voru mættir til leiks. Hans keppti á Sigri frá Hólabaki í B-flokki og tölti. Fóru leikar þannig að Hans hafði sigur í báðum greinum og óhætt að segja að það sé frábær árangur sem skráist í sögubækur austfirskrar reiðmennsku.

20090308141559658321.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar