Allar fréttir

Lokahönd lögð á fullkomið námsver á Reyðarfirði

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Þar verður starfrækt námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands. Að auki flyst Reyðarfjarðarskrifstofa AFLs í húsið. Frágangur við neðri hæð þess er nú á lokastigi og hefst starfsemi þar í lok næstu viku.

vefur_bareyri_1_copy.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal forvitnilegs efnis er umfjöllun um stöðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands, auk annarra frétta og myndir af fyrsta nýja Austfirðingi ársins og öðrum nýburum sem fæðst hafa fyrstu daga hins nýja árs. Þá er Hallgríms Kjartanssonar, bónda á Glúmsstöðum II í Fljótsdal minnst, en hann lést í desember.

Austurglugginn er fréttnæmt vikublað fyrir alla Austfirðinga og fæst á öllum betri blaðsölustöðum í fjórðungnum. Áskriftasími er 477-1571.

Sonja Björk íþróttamaður Hattar


Knattspyrnukonan Sonja Björk Jóhannsdóttir var á þriðjudag útnefndur íþrótta- og knattspyrnumaður Hattar fyrir árið 2008. Íþróttamenn félagsins voru heiðraðir á þrettándabrennu þess.

 

Lesa meira

Forvitnilegir tónleikar í kvöld

Andri Bergmann og Hafþór Valur verða með órafmagnaða tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld, fimmtudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Flutt verða lög úr smiðju þeirra félaga ásamt fleirum góðum í bland. Kári Þormar forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og efla þannig austfirskt framtak.

 

Austfirðingar vilja fá svör um Norðfjarðargöng

Vegagerðin kynnti í gær í Neskaupstað verkefnið Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng. Á annað hundrað manns skrifuðu sig í gestabók sem lá frammi. Fólk virtist misánægt og flestir höfðu búist við að fá meiri upplýsingar og skýrari svör, enda uggandi eftir umræður síðustu daga um að líklega komi til frestunar á framkvæmdinni.

norfjarargng_vefur.jpg

Lesa meira

Þátttakandi eða þiggjandi

Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað í Vopnafirði skrifar: Merkilegt hvað ástand síðustu vikna hefur oft orðið til þess að ég hef minnst ömmu minnar heitinnar. Stundum hefur mér fundist ég heyra hana reka upp sinn forðum fræga dillandi hlátur, séð hana slá sér á lær og taka bakföll af undrun yfir þeim makalausu fréttum sem fjölmiðlar ryðja yfir okkur landsmenn nokkrum sinnum á dag, dag eftir dag, viku eftir viku.

Lesa meira

Bílslys í Reyðarfirði

Í morgun um kl. 08 varð bílslys nærri Högum í Reyðarfirði. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði voru þrír farþegar í bílnum, sem valt. Lögregla vildi ekki gefa frekari upplýsingar um atburði, en samkvæmt heimildum Austurgluggans var fólkið flutt á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað með tveimur sjúkrabifreiðum. Slökkvilið Fjarðabyggðar sendi sjúkrabíla og tækjabíl á vettvang, þar sem farþegi var fastur í bifreiðinni sem valt. Þegar til kom þurfti þó ekki að beita klippum til að ná honum út. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan farþeganna, en þegar síðast fréttist var búið að senda einn þeirra með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Lögregla hefur málið til rannsóknar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar