Allar fréttir

Metár í síldarfrystingu hjá Skinney-Þinganes

jona_s.jpgSíldveiðar í haust gengu með afbrigðum vel hjá Skinney-Þinganes á Hornafirði, þótt langt hafi verið að sækja síldina, en eins og kunnugt er hefur hún haldið sig í Grundarfirði.

Lesa meira

Helguhús heldur áfram að rísa

helguhus_djupivogur.jpgÁ vef Djúpavogs 

Kemur fram að eftir nokkuð langt stopp hafa smiðirnir tekið fram hamrana á ný og halda ótrauðir áfram, eins og ekkert hafi í skorist, að reisa Helguhús, hús Helgu Bjarkar Arnardóttur. Nokkuð er síðan bílskúrinn var fokheldur en nú er smám saman að koma mynd á húsið sjálft. Það eru sem fyrr Austverksmenn sem sjá um hamarshöggin undir öruggum hamarsleiðbeiningum Egils Egilssonar. Eins koma sjálfsagt fyrir naglar og skrúfur og sitthvað fleira smíðatengt.

ÓB

 

Gjaldfrjáls leikskóli á Djúpavogi

djupivogur.jpgDjúpavogshreppur sem er eitt hinum svokölluðu jaðarsveitarfélögum hefur sett ný viðmið fyrir önnur sveitarfélög á Austurlandi með gjaldfrjálsum leikskóla.

 

 

Lesa meira

Dulinn hlutur í tryggingafélagi

sambandid.jpgSamkvæmt fundargerð hreppstjórnar Djúpavogs á hreppurinn dulinn hlut í Samvinnutrygginum GT, sem er undir Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.

Lesa meira

Framsóknarmenn í vígahug

Í nýjasta tölublaði fréttabréfs Framsóknarflokksins kemur fram að Framsóknarfélag Héraðs og Borgarfjarðar stendur nú í ströngu við undirbúning glæsilegs framsóknarteits sem haldið verður þann 11. janúar n.k.  eða á föstudaginn í næstu viku. gudni_belja.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar