Gæfuspor
Í gærmorgun var sett af stað verkefnið "Gæfuspor" sem er samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Sparisjóðanna, sveitafélaganna og Lýðheilsustöðvar og er ætlað til að hvetja fólk eldri en 60 ára til að fara út og ganga í góðum hópi jafninga. Allir geta tekið þátt, hver á sínum forsendum, ekki er um keppni að ræða þannig að hver tekur þátt á sínum forsendum.Verkefnið var sett á stað á fimm stöðum á landinu það er í Borgarnesi, Sauðárkróki, Selfossi, Reykjarnesbæ og á Norðfirði. Á Norðfirði mættu um fjörutíu og sjö eld-sprækir göngumenn í Sparisjóði Norðfjarðar, skráðu sig og fengu göngujakka og litla bók með hagnýtum upplýsingum um ýmislegt tengt því að ganga reglulega sér til heilsubóta. Hópurinn gekk svo góðan hring og endaði aftur í sparisjóðnum og þáði kaffi og konfektmola, mikil ánægja var meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í morgun og mikil hugur að skipuleggja framhaldið