Elvar ekki til Hvatar

Elvar Jónsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar, verður ekki næsti þjálfari 2. deildar liðs Hvatar frá Blönduósi. David Hannah er nýr aðstoðarþjálfari Magna Fannberg.

 

Í tilkynningu sem Fjarðabyggð sendi frá sér í gær segir að breytingin hafi verið ljós um leið og David samdi við félagið og í fullri sátt við Elvar. Hann var í haust orðaður við Hvöt en liðið réði Kristján Óla Sigurðsson. Sá hætti í seinustu viku og í frétt á vef Hvatar er þessum möguleika velt upp. „Elvar.... ertu ekki á leiðinni? Við getum alveg sótt þig sko“

Í samtali við Austurgluggann í gær hafnaði Elvar þessum möguleika. Hann sagðist sáttur við að víkja fyrir Hannah og að hann vildi ekki rífa sig og fjölskyldu sína upp frá Norðfirði.

Tveir leikmenn Fjarðabyggðar eru í láni hjá Hvöt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.