Allar fréttir
Áfram unnið að hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði
Áfram er unnið með þær hugmyndir sem komu út úr vinnu starfshóps um framtíð atvinnustarfsemi á Seyðisfirði í kjölfar lokunar frystihúss Síldarvinnslunnar. Forstjóri fyrirtækisins segir skoðun í gangi á þeim atriðum sem snúi að því en allt taki sinn tíma.Tæplega 9 þúsund króna gjald fyrir fáeinar mínútur á Egilsstaðaflugvelli
Jón Eiður Jónsson, sem bæði rekur leigu- og rútubifreið, telur sig hafa verið hlunnfarinn duglega þegar hann fékk fyrr í vikunni tæplega 9 þúsund króna bílastæðisreikning frá Isavia fyrir fimm daga notkun við Egilsstaðaflugvöll. Umrædd bifreið þó verið lagt við heimili hans lunga þess tíma.
Fljótsdælingar stofna eigin vatnsveitu
Síðla síðasta mánaðar samþykkti sveitarstjórn Fljótsdalshrepps að stofnuð yrði sérstök vatnsveita fyrir sveitarfélagið, Fljótsorka, en þörfin á því er tilkomin vegna áforma um uppbyggingu byggðakjarna í dalnum.
Pabbi og afi hvöttu mig til að verða flugmaður
Freydís Guðnadóttir frá Fáskrúðsfirði verður flugmaður Dash-8 flugvélar Icelandair sem verður til sýnis á Egilsstaðaflugvelli sem hluti af hátíðinni „Flug & fákar“ á sunnudag.Gangur aftur á byggingu íbúða í Fellabæ og Seyðisfirði eftir riftingu við Hrafnshól
Gangur er aftur kominn á byggingu fjölbýlishúsa í Fellabæ og á Seyðisfirði eftir að íbúðafélagið Brák hses. rifti fyrr í sumar samningum við byggingafélagið Hrafnshól eftir miklar tafir á afhendingu íbúðanna.