Allar fréttir

Tímaspursmál hvenær FHL tryggir úrvalsdeildarsætið

Tímaspursmál er orðið hvenær FHL tryggir sæti sitt í Bestu deild kvenna eftir 1-4 sigur á Aftureldingu sem fyrir leiki vikunnar var í öðru sæti. Í annarri deild karla munar aðeins orðið einu stigi á austfirsku liðunum.

Lesa meira

Makrílvinnsla hafin hjá Loðnuvinnslunni

Makrílvinnsla hófst hjá Loðnuvinnslunni í byrjun vikunnar eftir að Hoffell kom með sinn fyrsta farm á þessari vertíð. Skipið fór heldur seinna af stað en ætlað var vegna tafa í slipp í sumar.

Lesa meira

Strætóstopp við Egilsstaðaflugvöll ekki talið fýsilegt að svo stöddu

Í aðdraganda þess að Isavia hugðist taka upp bílastæðagjöld við flugvöllinn á Egilsstöðum var gerð tilraun af hálfu þess fyrirtækis sem sér um strætisvagnaakstur milli Fellabæjar og Egilsstaða hvort hægt væri að bæta við stoppi við völlinn án þess að setja alla áætlun úr skorðum. Það reyndist vel hægt ef ein stoppistöð var tekin út á móti en þótti ekki fýsilegt af hálfu Múlaþings.

Lesa meira

Farsæl öldrun í Fjarðabyggð

Íslenskt samfélag tekur miklum breytingum með stærri hóp eldra fólks. Gangi mannfjöldaspár eftir mun hlutfall eldra fólks hækka ört. Samkvæmt miðgildi mannfjöldaspár Hagstofu Íslands mun aldurshópnum 70- 100 ára fjölga um 43 prósent árið 2030. Er það langt umfram aðra aldurshópa. Svipuð saga endurspeglast í Evrópu en að hlutfall eldra fólks þar sé víðast hvar hærra í dag en hér á landi. – Þessi þróun kallar á skýra stefna og aukið fjármagn. Ekki síst á sveitarstjórnarstigi.

Lesa meira

Var nærri hættur þegar tilboðið frá Hetti kom

Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Hattar, átti frábært tímabil í vetur þar sem liðið komst í fyrsta sinn í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Það er þó ekki sjálfsagt að hann sé á þessum stað í dag, þegar tilboð barst frá Hetti sumarið 2021 var hann kominn á fremsta hlunn með að hætta í körfuboltanum þar sem hann komst ekki áfram hjá uppeldisfélagi sínu Njarðvík.

Lesa meira

Búist við húsfylli á hagyrðingamótið

Mikill áhugi er á hagyrðingamóti og kótelettukvöldi sem haldið verður í Fjarðaborg á Borgarfirði eystra um helgina. Fjörutíu ár eru síðan hátíðahald hófst þar um verslunarmannahelgi með dansleik á vegum kvenfélagsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.