Allar fréttir

Engin ölvunarbrot né akstur undir áhrifum vímugjafa um liðna helgi

Þó ýmsar sumarhátíðirnar austanlands trekki góðan fjölda fólks var það að líkindum síðasta helgi sem hvað flestir voru að njóta og skemmta sér annaðhvort á Bræðslunni á Borgarfirði eystri eða á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði. Þrátt fyrir mikinn fjölda gesta gekk allt mætavel fyrir sig að mati lögreglu.

Lesa meira

„Góðum hugmyndum umsvifalaust komið í framkvæmd“

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hóf nýstárlegt samstarf við Vopnafjarðarhrepp í vor um að taka ríkan þátt í Skapandi sumarstörfum í hreppnum. Sjaldan eða aldrei verið jafn mikið í boði fyrir ungmennin né heldur uppákomurnar fleiri.

Lesa meira

Lært mikið af snjóflóðunum í Neskaupstað

Hulda Rós Helgadóttir snjóflóðasérfræðingur flutti á nýja starfsstöð Veðurstofu Íslands í Neskaupstað um síðustu áramót. Tilkoma starfsins er meðal þess sem gert hefur verið til að efla vöktun á Austfjörðum eftir snjóflóðin í Neskaupstað í fyrra. Hún var á vakt þá helgi og segir það hafa verið áfall þegar flóðin féllu.

Lesa meira

Mótorhjólaslys í Mjóafirði

Slys varð um miðjan dag í gær á Mjóafjarðarvegi þegar ökumaður bifhjóls féll þar í beygju með þeim afleiðingum að hjólið féll ofan á viðkomandi.

Lesa meira

Góð reynsla fyrstu dagana í skutlhóp Egilsstaðaflugvallar

Ein og hálf vika er nú liðin síðan að hópurinn Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli tók til starfa í kjölfar mikillar óánægju íbúa með há bílastæðisgjöld við töluvert frumstæða þjónustu við völlinn. Strax fyrsta daginn fékk flugfarþegi skutl og síðan hefur allt gengið vel.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.