Linda Björk Gunnlaugsdóttir forstjóri Norrænu segir að afbókanir í ferðir með Norrænu til Íslands hrúgast nú inn. Ferjan kom til Seyðisfjarðar í morgun með 190 manns og 80 bíla.
Feðgarnir Stefán Þór Helgason og Helgi Halldórsson, fyrrum skólastjóri og bæjarstjóri á Egilsstöðum, hlupu á þriðjudag samanlagt heilt maraþon til stuðnings Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein.
Nemendur með nöfn sem byrja á A-J munu mæta í Menntaskólann á Egilsstöðum næstkomandi mánudag. Þeir sem aftar eru í stafrófinu koma hins vegar á þriðjudag. Aðeins nýnemar voru viðstaddir þegar skólinn var settur í morgun. Þeir hafa skólann út af fyrir sig þessa vikuna.
Veiðifélag Breiðdæla mótmælir harðlega öllum fyrirætlunum um fiskeldi í Stöðvarfirði. Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um að hefja þar eldi á 7.000 tonnum af laxi.
Rúmlega tuttugu manns sóttu um þrjár stjórnendastöður hjá nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps, sem auglýstar voru fyrr í sumar.