Ekkert nýtt Covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðustu tvo daga og fjöldi þeirra sem eru í sóttkví er óbreyttur. Yfirlögregluþjónn segir Austfirðinga almennt standa sig vel í að framfylgja reglum og leiðbeiningum til að hindra útbreiðslu veirunnar.
Sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Mið-Austurlandi munu fara fram þann 19. september, eins og ákveðið var þrátt fyrir uppsveiflu í COVID veirusmitum á landinu þessa stundina.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi frá því listinn var upphaflega kynntur í byrjun mars.
Farþegi, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á fimmtudag, reyndist með virkt Covid-19 smit. Ekki er talið að hann hafi verið í slíku samneyti við aðra farþega ferjunnar að hann hafi getað smitað út frá sér.