Allar fréttir

Strandveiðar fyrir suma?

Almennt hefur ríkt ánægja með strandveiðikerfið. Kerfið hefur valdið því að tiltölulega auðvelt er fyrir hvern sem er að hafa atvinnu af kjarnaatvinnugrein Íslendinga. Nú vill svo til að óánægjuraddir með nýjustu vendingar í kerfinu verða æ háværari. Allt stefnir í að lokað verði á veiðar 649 smábáta um miðjan ágúst. Það er slæmt fyrir alla en sérstaklega óréttlátt gagnvart smábátasjómönnum á Austurlandi.

Lesa meira

Hvetja Seyðfirðinga til að hýrast heima

Fjöldaganga verður ekki gengin á Seyðisfirði í tilefni Hinsegin daga eins og undanfarin ár vegna samkomutakmarkana. Skipuleggjendur göngunnar láta þó ekki deigan síga og hvetja bæjarbúa til að fagna fjölbreytileikanum heima hjá sér.

Lesa meira

Lögregla leitar skemmdarvarga

Lögreglan á Austurlandi leitar vísbendinga um þá sem brutu bílrúðu og skemmdi veggklæðningu í miðbæ Egilsstaða í byrjun vikunnar.

Lesa meira

Sextíu ár frá Íslandsmeti Vilhjálms

Sextíu ár eru í dag liðin frá því að Austfirðingurinn Vilhjálmur Einarsson setti Íslandsmet í þrístökki, 16,70 metra, á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Laugardalsvelli í Reykjavík. Metið stendur enn.

Lesa meira

Banaslys í Reyðarfirði

Banaslys varð í Reyðarfirði í gær þegar ökumaður sexhjóls lést eftir að hjólið valt yfir hann í fjalllendi.

Lesa meira

Vilja endurheimta virðingu lundans

Fyrsta lundabúð landsins, þar sem varningurinn er framleiddur innan um fyrirmyndina, verður opnuð á Borgarfirði eystra í dag. Verslunareigendurnir segjast vilja endurheimta virðingu lundans sem fengið hafi neikvætt umtal síðustu ár.

Lesa meira

Magnús Þór: Verðum að sýna hvers við erum megnug

Magnús Þór Ásmundsson, fyrrum forstjóri Alcoa Fjarðaáls, tók í gær við nýju starfi sem framkvæmdastjóri Faxaflóahafna. Magnús Þór hafði enga tengingu við Austurland þegar hann fluttist austur vorið 2009 en segist á tíu árum hafa myndað sterk tengsl við svæðið sem hann muni rækta áfram. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð svæðisins sem eigi ýmis tækifæri. Það sé undir íbúum þess að nýta þau.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar