Allar fréttir

Kvöldverður á Nesi í fyrsta sinn á Eskifirði

Hljómsveitin Kvöldverður á Nesi frá Neskaupstað kemur saman á ný til að halda tónleika á Eskifirði. Hljómsveitin er ein af þeim sem aldrei hefur hætt þótt vart sé hægt að segja að hún hafi verið virki í meira en 30 ár. Hljómsveitin þótt með efnilegri sveitum Austurlands í byrjun níunda áratugarins en hún var upphaflega mynduð til að spila á því sem hljómsveitarmeðlimir lýstu sem „snobbkvöld.“

Lesa meira

Sýknaður þrátt fyrir játningu

Ríflega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hindrað störf lögreglu með því að ýta við lögregluþjóni.

Lesa meira

Helgin: Stál og Bræla

Helgin sem margir landsmenn hafa vanist því að kalla Bræðsluhelgina er að renna upp og í þetta sinn án Bræðslunnar. En þrátt fyrir það er nóg um að vera á svæðinu.

Lesa meira

Fimmtán ára skoraði tvö á Vilhjálmsvelli

Lið Hattar/Hugins hefur farið fremur illa af stað í upphafi móts og sat fyrir helgina á botni 3. deildar karla í knattspyrnu. Liðið náði sér hins vegar í mikilvæg stig þegar liðið hafði 3-1 sigur á Álftnesingum á sunnudag. Þorlákur Breki Þ. Baxter fór fyrir heimamönnum og skoraði tvö mörk, en hann er aðeins 15 ára gamall.

Lesa meira

Nýr harmonikkukonsert fluttur á Vopnafirði

Þó engin verði Atlavíkurhátíðin þurfa Austfirðingar ekki að óttast skort á tónlistarviðburðum um Verslunarmannahelgina. Víða verða haldnir tónleikar og eins og verða vill um þessa miklu tónlistarhelgi eru það einkum popp- og rokksveitir eða dægurlagasöngfólk sem lætur ljós sitt skína. Á Vopnafirði verður hins vegar boðið upp á klassíska kammertónleika.

Lesa meira

Austurlands Food Coop í örum vexti

Gamla bensínstöðin á Seyðisfirði er orðin að suðupunkti matarmenningar. Undanfarið ár hefur henni verið breytt í miðstöð Austurlands Food Coop sem flytur inn og dreifir fersku grænmeti og ávöxtum um allt land.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar