Allar fréttir

Á Vopnafirði líður mér eins og heima hjá mér

Gulmira Kanakova er 33 ára gömul, uppalin á Krímskaga en hefur búið hérlendis frá 2011. Hún býr nú á Vopnafirði og vinnur á leikskólanum þar. Þótt það hafi verið stórt skref fyrir hana að flytja til Íslands kaus hún að vera opin fyrir öllum möguleikum.

Lesa meira

Maður segir Í NESKAUPSTAÐ!

Það fer fátt eins mikið í taugarnar á Norðfirðingum og austfirskum málvöndunarsinnum og þegar valin er röng forsetning þegar vísað er til dvalar eða staðsetningar í kaupstaðnum góða á Nesi.

Lesa meira

„Íslensk orð eru almennt frekar erfið“

Filippseyingurinn Michael Rizon segist hafa flust til Djúpavogs til að búa fjölskyldu sinni betri framtíð. Hann segist kunna þar vel við sig í fögru umhverfi og jákvæðu mannlífi þótt hann sakni fjölskyldu sinnar.

Lesa meira

LAust3: Tvær myndasögur

Austurfrétt birtir næstu vikur sýnishorn úr verkum sem verða til hjá þeim sem sinna skapandi sumarstörfum á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar undir merkjum LAust. Listakonan María Rós er 19 ára gömul og býr á Eskifirði.

Lesa meira

Blængur með mettúr í Barentshaf

Frystitogarinn Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað á föstudag með algjöran metafla eftir langt úthald í Barentshafi. En Blængsmenn skiluðu ekki aðeins verðmætum afla á land því margskonar rusl kom upp úr sjó með veiðarfærunum sem skipið færði einnig til lands og komið var til förgunar.

Lesa meira

Í átt að fjölmenningarsamfélagi

Kæri íbúi!

Jóna Árný Þórðardóttir heiti ég og vinn hjá Austurbrú. Við vinnum að hagsmunamálum allra íbúa Austurlands og veitum þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.

Lesa meira

Lindex opnar á Egilsstöðum

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun í miðbæ Egilsstaða nú í haust. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 18 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar