Undirritaður vaknaði við heljarbyl þegar klukkan var um 10 mínútur gengin í 7 í morgunsárið. Þá hafði sjór gengið inn í anddyri vitans og tók þá undirritaður til handanna og jós út því vatni sem þar var og hafði það unnið umtalsverðar skemmdir á gólffjölum. Að því loknu hélt undirritaður með miklum flýti upp í ljóshús til að gá að ljósinu. Þegar þangað kom sá undirritaður að dáið var í luktinni og skipta þurfti því um kveik og olíu auk þess sem fægja þurfti kúpulinn.
Um þrettán kílómetra langt kóralrif, sem er úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum, er talið hið stærsta við Ísland og meðal þeirra stærri í Norður-Atlantshafi. Það gengur undir nafninu Gullrifið vegna stærðar sinnar, glæsileika og tengsla við togarann Gullver frá Seyðisfirði.
Alþjóðlega myndlistarsýningin „Rúllandi snjóbolti/13“ verður opnuð næstkomandi laugardag. Alls taka 33 listamenn frá Íslandi, Hollandi og Kína þátt í sýningunni.
Talsverðar reykskemmdir urðu á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi þar sem eldur kom upp rétt upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Húsráðandi náði sjálfur að slökkva eldinn áður en aðstoð barst.
Hrafnkell Freysgoði og Álfgerður á Ekkjufelli fara fyrir ævintýraglöðu ferðafólki sem hefur hug á að leita að gullhring Lagarfljótsormsins, sem hefur glatast í ævintýraleiknum „Leitin að gulli ormsins.“
Líkt og flestar helgar sumarsins eru í boði bæði tónleikar, listviðburðir og skipulögð útivist á Austurlandi um helgina. Hin árlega Sumarhátíð UÍA fer einnig fram á Egilsstöðum.