Allar fréttir

„Borgarfjörður var ekki á ferðaáætluninni“

Bandaríkjamaðurinn Bryan Billy er nýjasti íbúi Borgarfjarðar. Þangað valdi hann að fara, frekar en heim, þegar landamæri ríkja heimsins lokuðust hver á fætur öðrum í lok mars út af Covid-19 faraldrinum. Bryan segist una sér vel í undraverðri náttúru á milli þess sem hann sinnir atvinnu sinni, póker.

Lesa meira

Sækettirnir sönnuðu sig í dag

Fjórir sækettir frá austfirskum björgunarsveitum þykja hafa reynst afar vel við umfangsmikla leit að skipverja sem féll frá borði af skipi sem kom til Vopnafjarðar í gærmorgun. Tækin eru hin einu sinnar tegundar hérlendis.

Lesa meira

Stýra U-710 með Xbox fjarstýringu

Neðansjávardróni frá björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði er meðal þeirra tækja sem nýtt eru til leitar að manni sem talinn er hafa fallið frá borði á fiskiskipi á leið þess til hafnar á Vopnafirði í gær. Dróninn getur kafað niður á allt að 150 metra dýpi.

Lesa meira

Erfitt fyrir einstaklinga að reka dagvöruverslanir

Núverandi eigendur kjörbúðarinnar Kauptúns á Vopnafirði hafa sett verslunina á sölu og ákveðið að hætta rekstri hennar í sumar af persónulegum ástæðum. Þeir segja rekstrarumhverfi minni kjörbúða erfitt.

Lesa meira

Leit að ljúka á Vopnafirði

Hópar björgunarsveitafólks, sem hafa leitað að skipverja sem talinn er hafa fallið útbyrðis af skipi sem kom til Vopnafjarðar í gærmorgun, fóru að skila sér í hús upp úr klukkan fimm í dag. Leit verður haldið áfram næstu daga þótt það verði ekki af sama krafti og í dag.

Lesa meira

Heimamenn halda áfram leit

Félagar úr björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn halda í dag áfram leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð úr fiskiskipi sem kom til Vopnafjarðar á mánudagsmorgunn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar