Samkomubann vegna heimsfaraldurs af völdum COVID – 19 hefur nú varað í sléttar tvær vikur. Það hefur sett líf flestra úr skorðum á einn eða annan hátt.
Nýársdagur var á Balí í gær í samræmi við Saka dagatalið sem er annað tveggja dagatala sem stuðst er við á Eyju guðanna eins og Balí er jafnan kölluð, en hindúar eru í miklum meirihluta af rúmum fjórum milljónum íbúa eyjarinnar. Alla jafnan eru dagarnir fyrir nýársdag undirlagðir af trúarlegum hátíðarhöldum en í ár kveður við annan tón. Í kjölfar Covid-19 var dregið verulega úr öllum slíkum hátíðarhöldum þótt að héraðsstjórnin á Balí hafi heimilað bænasamkomur.
Vopnfirðingurinn Emilía Brá Höskuldsdóttir hefur í vetur æft og leikið með franska knattspyrnufélaginu Jeanne d'Arc de Biarritz eða Jóhönnu af Örk frá Biarritz. Emilía, sem fór utan til að starfa sem barnfóstra, segir fótboltann hafa hjálpað henni að komast inn í franskt samfélag.
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Margréti Maríu Sigurðardóttur í embætti lögreglustjórans á Austurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Hún var meðal þriggja sem mestin voru hæfust til að gegna starfinu.