Bræður hennar, Ríkharður og Finnur, náðu báðir miklum frama í listheiminum en Anna Jónsdóttir Thorlacius gaf þeim lítt eftir í listsköpun sinni þó minna færi fyrir. Þvert á móti eru verk hennar af náttúru og landslagi úr ullarkembum nánast einstakt fyrirbæri.
Tveir listviðburðir á Austurlandi um næstu helgi eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Í Kiosk 108 eða listaverkinu Stýrishús/Brú á Seyðisfirði verður dagskrá með neðanjarðarlistafólki úr ýmsum áttum. Skipstjórinn segir rýminu ætlað að vera brú milli ólíkra menningarheima.
Fyrsti hluti uppbyggingar við Búðarárfoss fyrir ofan byggðina í Reyðarfirði hlaut ekki náð fyrir augum úthlutunarnefndar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða eins og vonir stóðu til í Fjarðabyggð.
Tæplega 14% hækkun varð á flugfargjöldum innanlands frá apríl fram í maí í ár. Á sama tíma lækka fargjöld í millilandaflugi. Fargjöldin innanlands hafa hækkað um 50% síðan Loftbrúin kom til sögunnar í september 2020.
Síðdegis í dag fara fram tiltölulega óhefðbundnir fjölskyldutónleikar í Löngubúð á Djúpavogi þegar þar verða flutt lög af nýrri hljómplötu sem ber nafnið Hjartans mál.
Stór hópur fólks hefur unnið sleitulítið að því síðan í haust að undirbúa hálfrar aldar afmæli Egilsstaðakirkju sem verður formlega haldið þann 16. júní næstkomandi með viðamikilli hátíðarguðþjónustu. Afmælisveislan byrjar þó óformlega strax á laugardaginn kemur í Sláturhúsi bæjarins.
Leiðin yfir Möðrudalsöræfi var opnuð í morgun og reynt er að gera Fjarðarheiðina sem besta enda fjöldi bíla um borð í Norrænu. Von er á talsverði snjókomu til fjalla í kvöld og ekki útlit fyrir að hlýni að ráði á Austurlandi fyrr en á þriðjudag.