Allar fréttir

Einstök myndlistarsýning í Löngubúð

Bræður hennar, Ríkharður og Finnur, náðu báðir miklum frama í listheiminum en Anna Jónsdóttir Thorlacius gaf þeim lítt eftir í listsköpun sinni þó minna færi fyrir. Þvert á móti eru verk hennar af náttúru og landslagi úr ullarkembum nánast einstakt fyrirbæri.

Lesa meira

Stýrishúsið er brú milli menningarheima

Tveir listviðburðir á Austurlandi um næstu helgi eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Í Kiosk 108 eða listaverkinu Stýrishús/Brú á Seyðisfirði verður dagskrá með neðanjarðarlistafólki úr ýmsum áttum. Skipstjórinn segir rýminu ætlað að vera brú milli ólíkra menningarheima.

Lesa meira

„Tónleikar fyrir fólk á aldrinum 0 til 103“

Síðdegis í dag fara fram tiltölulega óhefðbundnir fjölskyldutónleikar í Löngubúð á Djúpavogi þegar þar verða flutt lög af nýrri hljómplötu sem ber nafnið Hjartans mál.

Lesa meira

Stórafmælishátíð Egilsstaðakirkju afrakstur margra yfir langt tímabil

Stór hópur fólks hefur unnið sleitulítið að því síðan í haust að undirbúa hálfrar aldar afmæli Egilsstaðakirkju sem verður formlega haldið þann 16. júní næstkomandi með viðamikilli hátíðarguðþjónustu. Afmælisveislan byrjar þó óformlega strax á laugardaginn kemur í Sláturhúsi bæjarins.

Lesa meira

Hefðbundin vetrarþjónusta í morgun

Leiðin yfir Möðrudalsöræfi var opnuð í morgun og reynt er að gera Fjarðarheiðina sem besta enda fjöldi bíla um borð í Norrænu. Von er á talsverði snjókomu til fjalla í kvöld og ekki útlit fyrir að hlýni að ráði á Austurlandi fyrr en á þriðjudag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar