Allar fréttir

Áhugi bænda lykilatriði í hvernig til tekst í baráttunni við riðu

Síðustu vikur hefur komið í heiminn ný kynslóð lamba sem bera með sér gen sem eiga að vera verndandi gegn riðu. Þórdís Þórarinsdóttir, bóndi á Bustarfelli í Vopnafirði og ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), er á meðal þeirra hafa unnið að áætlunum um hvernig gera megi íslenska sauðfjárstofninn ónæman fyrir sjúkdóminum. Það byggir á ræktun á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum sem hafa fundist í stofninum. Hún segir hægt að gera það hratt og vel.

Lesa meira

Veiðistjórnun á rjúpu svæðisskipt í framtíðinni

Veiðistjórnun á rjúpu tekur breytingum í framtíðinni en í stað þess að landið allt sé eitt svæði eins og verið hefur skal svæðum skipt niður í sex svæði eftirleiðis. Slíkt á betur að tryggja viðhald og vernd rjúpnastofnsins.

Lesa meira

Íhuga friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri íhugar nú hvort leita eigi eftir friðlýsingu jarðarinnar Stakkahlíðar í Loðmundarfirði. Hugsanlegt er að haldinn verði kynningarfundur um málið á staðnum sjálfum þegar líður á sumarið.

Lesa meira

Sárasótt staðfest í klaustrinu á Skriðu

Nýjar greiningar á beinagrindum frá Skriðuklaustri í Fljótsdal hafa nú leitt í ljós að allnokkrir sjúklingar klaustursins þjáðust af sárasótt. Slíkar kenningar hafa áður verið viðraðar eftir hefðbundnar mannabeinsgreiningar frá klaustrinu en þær niðurstöður voru dregnar í efa þar sem sjúkdómurinn átti ekki að hafa borist til Íslands snemma á sextándu öld þegar klaustrið var í rekstri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.