Allar fréttir
Eldhúsyfirheyrslan: Döðlugott, Magnús Scheving og ærberjasnakk
Breiðdælingurinn Guðný Harðardóttir er Austfirðingum að góðu kunn fyrir Breiðdalsbitann sinn. Hún er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og sauðfjárbóndi. Matgæðingur síðustu viku skoraði á Guðnýju í eldhúsyfirheyrslu þessarar viku og tók hún áskorununni með glöðu geði.
Ljósleiðari í sundur við Möðrudal
Verktaki að störfum við Möðrudal á Fjöllum tók í dag sundur ljósleiðarann sem liggur milli Akureyrar og Egilsstaða. Viðgerðarmenn eru á leið á staðinn.Helgin: Höttur - Breiðablik, Köld tónleikahátíð og dýflissur og drekar
Nóg verður um að vera á Austurlandi um helgina. Hvort sem það eru tónleikahátíðin Köld, körfuboltaleikur þar sem Höttur berst um að komast upp deild, spilanámskeið, leikhús eða Ístölt Austurland. Það ætti engum að leiðast um helgina.Ekki sama VA og séra MR?
Síðastliðið föstudagskvöld kom upp atvik í Gettu-betur spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV þar sem MR og Kvennaskólinn kepptu í 8-liða úrslitum. Eftir að keppni lauk komu upp ásakanir um að liðsmönnum MR hefði verið leiðbeint úr salnum af þjálfara sínum þannig að þeir breyttu svari sínu úr röngu í rétt og stigið sem tryggði þeim 25-24 sigur.Mikið tjón ef loðnubrestur verður annað árið í röð
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir það áfall ef ekki verður hægt að veiða loðnu í íslenskri lögsögu annað árið í röð. Mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með loðnugöngum þótt ekki sé útlit fyrir að gefinn verði út veiðikvóti á þessari vertíð.Brúðkaup fer til fjandans í Valaskjálf
Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir á morgun gamanleikritið Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttir, leikkonu og leikstjóra. Verkið fjallar um brúðkaup þar sem allt klikkar sem getur klikkað og meira til. Nemendur menntaskólans hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur við uppsetningu leikritsins.